MS fyrirlestur í Næringarfræði

2
MS fyrirlestur í Næringarfræði Áróra Rós Ingadóttur Háskóli Íslands, Askja N-132: 23.maí 14:00-16:00 Energy- and protein intake of surgical patients after the implementation of new hospital menus Patients satisfaction with hospital food Orku- og próteinneysla hjarta- og lungnaskurðsjúklinga 2013 eftir innleiðingu nýrra matseðla á Landspítala; samanburður við fyrri rannsókn frá 2011 Viðhorf sjúklinga til sjúkrahúsmatar Árið 2012 voru gerðar breytingar á matseðli LSH með áherslu á meiri orkuþéttni. Markmið rannsóknarinnar voru fjögur: 1) að kanna orku- og próteinmagn máltíða frá eldhúsi LSH, 2) að meta orku- og próteinneyslu sjúklinga úr máltíðum frá eldhúsi LSH, 3) að meta daglega orku- og próteinneyslu sjúklinga að meðtöldum næringardrykkjum og mat að heiman, og 4) að kanna viðhorf sjúklinga til matarins. Innleiðing nýrra matseðla með meiri orkuþéttni leiddi til aukinnar orkuneyslu sjúklinga úr sjúkrahúsmáltíðum og heldur minni sóunar matar. Niðurstöðurnar benda til þess að ólíklegt sé að óánægja með matinn geti skýrt að orku- og próteinneysla skurðsjúklinga sé lægri en áætluð þörf. Nauðsynlegt er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu máltíða og millibita eftir atvikum, í samræmi við klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga, til að fyrirbyggja vannæringu í sjúkrahúslegunni. Verkefni var unnið við Rannsóknarstofu í næringarfræði og Landspítala Háskólasjúkrahúsi Leiðbeinandi: Prófessor Ingibjörg Gunnarsdóttir

description

MS fyrirlestur í Næringarfræði. Háskóli Íslands, Askja N-132: 23.maí 14:00-16:00 Energy- and protein intake of surgical patients after the implementation of new hospital menus Patients satisfaction with hospital food - PowerPoint PPT Presentation

Transcript of MS fyrirlestur í Næringarfræði

Page 1: MS fyrirlestur í Næringarfræði

MS fyrirlestur íNæringarfræði

Áróra Rós IngadótturHáskóli Íslands, Askja N-132: 23.maí 14:00-16:00

Energy- and protein intake of surgical patients after the implementation of new hospital menusPatients satisfaction with hospital food

Orku- og próteinneysla hjarta- og lungnaskurðsjúklinga 2013 eftir innleiðingu nýrra matseðla á Landspítala; samanburður við fyrri rannsókn frá 2011Viðhorf sjúklinga til sjúkrahúsmatar

Árið 2012 voru gerðar breytingar á matseðli LSH með áherslu á meiri orkuþéttni. Markmið rannsóknarinnar voru fjögur: 1) að kanna orku- og próteinmagn máltíða frá eldhúsi LSH, 2) að meta orku- og próteinneyslu sjúklinga úr máltíðum frá eldhúsi LSH, 3) að meta daglega orku- og próteinneyslu sjúklinga að meðtöldum næringardrykkjum og mat að heiman, og 4) að kanna viðhorf sjúklinga til matarins.Innleiðing nýrra matseðla með meiri orkuþéttni leiddi til aukinnar orkuneyslu sjúklinga úr sjúkrahúsmáltíðum og heldur minni sóunar matar. Niðurstöðurnar benda til þess að ólíklegt sé að óánægja með matinn geti skýrt að orku- og próteinneysla skurðsjúklinga sé lægri en áætluð þörf. Nauðsynlegt er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu máltíða og millibita eftir atvikum, í samræmi við klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga, til að fyrirbyggja vannæringu í sjúkrahúslegunni.

Verkefni var unnið við Rannsóknarstofu í næringarfræði og Landspítala Háskólasjúkrahúsi

Leiðbeinandi: Prófessor Ingibjörg GunnarsdóttirPrófdómari: Kristinn Sigvaldason Yfirlæknir á gjörgæsludeild LSHMeistaranámsnefnd: Ingibjörg Gunnarsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir og Alfons Ramel

Page 2: MS fyrirlestur í Næringarfræði

MS fyrirlestur íNæringarfræði

Ellen Alma Tryggvadóttir

Háskóli Íslands, Askja N-132: 23.maí 14:00-16:00

Fæðuval íslenskra kvenna á meðgöngu og tengsl við Meðgöngusykursýki

Maternal dietary patterns and gestational diabetes mellitus

Markmið með rannsókninni var annars vegar að kanna hvort tengsl væru á milli fæðumynsturs á meðgöngu og hættu á meðgöngusykursýki og hins vegar að bera saman fæðuval þungaðra kvenna í kjörþyngd fyrir þungun og þeirra sem eru of þungar/ of feitar fyrir þungun.

Ályktanir: Fylgni við heilsusamlegt fæðumynstur gæti reynst verndandi gegn meðgöngusykursýki, sérstaklega hjá konum sem eru þegar í aukinni áhættu vegna ofþyngdar/offitu fyrir meðgöngu. Stór hluti þungaðra kvenna á Íslandi fylgja ekki ráðleggingum í fæðuvali.

Verkefnið var unnið við Rannsóknarstofu í næringarfræði og Landspítala Háskólasjúkrahúsi

Leiðbeinandi: Prófessor Ingibjörg Gunnarsdóttir og Bryndís Eva Birgisdóttir , dósent í næringarfræði

Prófdómari: Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent á Menntavísindasviði.