Hey'di

40
HEY'DI VÖRUR Vöruskrá - www.heydi.is Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

description

Heydi produkter island

Transcript of Hey'di

Page 1: Hey'di

HEY'DIVÖRUR

Vöruskrá - www.heydi.is

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

Page 2: Hey'di

Side 3. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

WWW.HEYDI.IS

Page 3: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 4

EFNISYFIRLITSéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL YFIRboRðSmEðHÖNDLUNaRHey’di K11 . . . . . . . . . . . . . . . . . 1Hey’di Hvit . . . . . . . . . . . . . . . . 2Hey’di Lysgrå. . . . . . . . . . . . . . . . 3Hey’di Grå. . . . . . . . . . . . . . . . . . 4Hey’di Murgrå . . . . . . . . . . . . . . . 5Hey’di Special . . . . . . . . . . . . . . . 6

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaRHey’di Baderomsstøp Normal . . . 7Hey’di Småmuring. . . . . . . . . . . . 8Hey’di Stormuring. . . . . . . . . . . . 9Hey’di Rapid . . . . . . . . . . . . . . . 10Hey’di Rapid EX . . . . . . . . . . . . 11Hey’di Bom Fast . . . . . . . . . . . . 12Hey’di Ildfast Mørtel . . . . . . . . . 13Hey’di Lim & Leire . . . . . . . . . . 14

ÞVoTTUR og HREINSUNHey’di Grunnrens . . . . . . . . . . . 15Hey’di Klinkerrens. . . . . . . . . . . 16

gRUNNUN, RakaVÖRN, íbLÖNDUNHey’di KZ . . . . . . . . . . . . . . . . . 17Hey’di Fasadeprimer . . . . . . . . . 18Hey’di Spesialprimer . . . . . . . . . 19

SpÖRTLUN og aFRéTTINgHey’di Best Flyt . . . . . . . . . . . . . 20Hey’di Rett på Gulvet Normal. . 21Hey’di Rett på Gulvet Rapid . . . 22Hey’di Express . . . . . . . . . . . . . . 23Hey’di Lett Repp . . . . . . . . . . . . 24

mEmbRURHey’di Semtett. . . . . . . . . . . . . . 25Hey’di K10 . . . . . . . . . . . . . . . . 26Hey’di Dampsperre . . . . . . . . . . 27Hey’di Aqua Blocker . . . . . . . . . 28

FLíSaLímHey’di Uniflex . . . . . . . . . . . . . . 29Hey’di Semfix . . . . . . . . . . . . . . 30Hey’di Proff . . . . . . . . . . . . . . . . 31

FúgUNaREFNIHey’di Multifug. . . . . . . . . . . . . 32Hey’di Silikon . . . . . . . . . . . . . . 33

EFNI TIL SéRSTakRa NoTaHey’di Trollkraft . . . . . . . . . . . . 34

Page 4: Hey'di

Side 1. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

VörukóðarHey’di-vörunúmer:5 kg ..................................................... 11215 kg ................................................... 102

GTIN nr:5 kg ................................. 705415000112015 kg ............................... 7054150001021

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ................ h.u.b.4,8 l/15 kgEfnisþörf: .................................1 kg/pr. m2Mesta kornastærð: ......................... 0,3 mmNotkunartími ................................2-4 klst.Viðloðun ................................. 1,4 N/mm2Vatnsþol ............................... Þolir slagregnVatnsgufuflæði................ 0,9 g/m2hmmHg(2 umferðir)

HEY'DI k11

HEY'DI k11LýsingHey’di K11 er sementsbundið efni til yfir-borðsmeðhöndlunar/kústunar á hvers kyns múr- og steinsteypuvirkjum. Hey’di K11 er blandað með vatni og skilar vatnsheldu og rakaflæðisopnu yfirborði.

NotkunarsviðSökklar úr steinsteypu, þanleir og steypu-steinum, kjallararými, tankar, brunnar, sundlaugar, stífluvirki o.fl. Til að verja múr-virki ofanjarðar gegn raka og slagregni. Hefur hlotið viðurkenningu norsku lýðheilsu-stöðvar-innar (Nasjonalt Folkehelseinsti-tutt) til nota í tengslum við drykkjarvatn. Lágmarkshiti við notkun er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

ForvinnaFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadrægt undirlag þarf að forbleyta. Órakadræga fleti skal grunna með kústun; þá er blanda af Hey’di KZ grunni og vatni í hlutfallinu 1:1 blönduð með Hey’di K11 þannig að úr verði vellingur sem er borinn á með kústi. Forbleyta skal flötinn fyrir hverja umferð en forðast ber vatnslag á yfirborðinu.

Blöndun - aðferðHey’di K11 er blandað með hreinu vatni sem hellt er fyrst í blöndunarílátið. Notið h.u.b. 4,8 lítra af vatni fyrir hver 15 kg af Hey’di K11. Hámarksviðloðun við undirlagið má tryggja með því að nota 15–20% af Hey’di KZ í vatnið sem blandað er með. Lítið magn má hræra í höndunum en stærri skammta skal blanda með borvél með þeytara eða múrþeytara. Eftir blöndun skal láta múrinn standa óhreyfðan í nokkrar mínútur og hræra svo upp í honum aftur og blanda með meira vatni ef þörf þykir. Efnið er borið á með kústi í einni eða fleiri umferðum. Bíða skal með yfirlögn þar til fyrsta umferðin hefur sest, daginn eftir eða síðar.

Hey’di K11-blandan á að vera nógu þunn til að auðvelt sé að bera hana á, en ekki þannig að hún renni til. Hey’di K11 storknar eins og aðrar sementsvörur og blandaðan múr verður því að nota jafnharðan. Forðist að bera Hey’di K11 á heitan múr eða í sterku sólskini.

Efnisþörf1 kg á fermetra fyrir hverja umferð. Ef verjast þarf jarðvegsraka er ráðlögð efnisnotkun 2 kg á fermetra, en þegar um er að ræða vatnsálag með þrýstingi þarf a.m.k. 4 kg á fermetra. Efnisþörf af Hey’di KZ Primer - h.u.b. 1,2 ltr fyrir hver 15 kg af Hey’di K11.

Þornunartími1-5 klst. eftir hita og gerð undirlags.

GeymsluþolGeymist allt að 2 árum á þurrum stað.

HEYDI QR-mERkI Notið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL YFIRboRðSmEðHÖNDLUNaR

Page 5: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 2

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:5 kg ..................................................... 11315 kg ................................................... 157

GTIN nr:5 kg ................................. 705415000113715 kg ............................... 7054150001571

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ...................... 1,2-1,5 l/5kgEfnisþörf: ............................. 1-2 kg/pr. m2Mesta kornastærð: ......................... 0,3 mmNotkunartími ................................2-4 klst.Viðloðun ................................. 1,4 N/mm2Vatnsþol ............................... Þolir slagregnVatnsgufuflæði................ 0,9 g/m2hmmHg(2 umferðir)

HEY'DI HVIT

HEY'DI HVíTTLýsingHey’di Hvítt er sementsbundið, vatnshelt og rakaflæðisopið kústunarefni sem notað er til yfirborðsmeðhöndlunar á múrhúð og stein-steypu. Hey’di Hvítt er blandað með vatni og myndar áferðarfallegt, hvítt yfirborð.

NotkunarsviðInnan húss sem utan á steinsteypu, múrhúð, þanleir, múrstein og annað múrverk. Lágmarkshiti við notkun er +6 °C.

Forvinna - undirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadrægt undirlag skal forbleyta en forðast ber vatnslag á yfirborðinu. Ef yfirborðið hefur verið málað skal hræra Hey’di Hvítt út með blöndu af Hey’di KZ og vatni í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di KZ á móti 4 hlutum af vatni. Í stað þess að forbleyta undirlagið má grunna það með Hey’di Útveggjagrunni. Viðkvæmt, rakadrægt undirlag skal ávallt grunna með Hey’di Útveggjagrunni. ATHUGIÐ! Til þess að forðast útfellingar frá undirlaginu þegar Hey’di Grátt eða Hey’di Múrgrátt er notað er alltaf æskilegt að nota Hey’di Útveggjagrunn sem formeðhöndlun.

Blöndun - aðferðHey’di Hvítt er hrært út í velling með 1,2-1,5 lítrum af hreinu vatni fyrir hver 5 kíló af Hey’di Hvítu. Lítið magn má hræra í höndunum en stærri skammta skal blanda með borvél með þeytara. Efnið er borið á með kústi, bretti eða múrsprautu. Hey’di Hvítt má nota bæði til að kústa og hrauna veggi og til að bera á þykkri eða þynnri múrhúð og þarf þá aðeins að blanda efnið með hæfilegu vatnsmagni eftir notkun hverju sinni. Eftir blöndun skal láta múrinn standa óhreyfðan í nokkrar mínútur og hræra svo upp í honum aftur og blanda með meira vatni ef þörf þykir. Hey’di Hvítt storknar eins og aðrar sementsvörur og blandaðan múr verður því að nota jafnharðan.

EfnisþörfKústun: 1-2 kg á fermetra fyrir hverja umferð.Múrhúðun: H.u.b. 3-5 kg á fermetra.

Þornunartími1-5 klst. eftir hita og gerð undirlags.

GeymsluþolGeymist allt að 2 árum á þurrum stað. Hey’di kústunarefni er einnig til ljósgrátt, grátt og múrgrátt.

Nánari upplýsingar er að finna á www.heydi.no

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL YFIRboRðSmEðHÖNDLUNaR

Page 6: Hey'di

Side 3. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

Hey’di-vörunúmer: .............................. 111GTIN nr: ........................ 7054150001113

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ...................... 1,2-1,5 l/5kgEfnisþörf: ............................. 1-2 kg/pr. m2Mesta kornastærð: ......................... 0,3 mmNotkunartími ................................2-4 klst.Viðloðun ................................. 1,4 N/mm2Vatnsþol ............................... Þolir slagregnVatnsgufuflæði................ 0,9 g/m2hmmHg(2 umferðir)

HEY'DI LYSgRÅ

HEY'DI LJÓSgRÁTTLýsingHey’di Ljósgrátt er sementsbundið, vatnshelt og rakaflæðisopið kústunarefni sem notað er til yfirborðsmeðhöndlunar á múrhúð og steinsteypu. Hey’di Ljósgrátt er blandað með vatni og myndar áferðarfallegt, ljósgrátt yfirborð.

NotkunarsviðInnan húss sem utan á steinsteypu, múrhúð, þanleir, múrstein og annað múrverk.Lágmarkshiti við notkun er +6 °C.

Forvinna - undirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadrægt undirlag skal forbleyta en forðast ber vatnslag á yfirborðinu. Ef yfirborðið hefur verið málað skal hræra Hey’di Ljósgrátt út með blöndu af Hey’di KZ og vatni í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di KZ á móti 4 hlutum af vatni. Í stað þess að forbleyta undirlagið má grunna það með Hey’di Út-veggja-grunni. Viðkvæmt, rakadrægt undirlag skal ávallt grunna með Hey’di Útveggjagrun-ni. ATHUGIÐ! Til þess að forðast útfellingar frá undirlaginu þegar Hey’di Grátt eða Hey’di Múrgrátt er notað er alltaf æskilegt að nota Hey’di Útveggjagrunn sem formeðhöndlun.

Blöndun - aðferðHey’di Ljósgrátt er hrært út í velling með 2,5-3 lítrum af hreinu vatni fyrir hver 10 kíló af Hey’di Ljósgráu. Lítið magn má hræra í höndunum en stærri skammta skal blanda með borvél með þeytara. Efnið er borið á með kústi, bretti eða múrsprautu. Hey’di Ljósgrátt má nota bæði til að kústa og hrauna veggi og til að bera á þykkri eða þynnri múrhúð og þarf þá aðeins að blanda efnið með hæfilegu vatnsmagni eftir notkun hverju sinni. Eftir blöndun skal láta múrinn standa óhreyfðan í nokkrar mínútur og hræra svo upp í honum aftur og blanda með meira vatni ef þörf þykir. Hey’di Ljósgrátt storknar eins og aðrar sementsvörur og blandaðan múr verður því að nota jafnharðan.

ATHUGIÐ! Heppilegast er að nota efni með sama framleiðslunúmer og úr sömu pakkn-inga-stærð á einn og sama samfelldan flöt. Mismunandi rakadrægni, breytilegt vatnsmagn og ójöfn þornun getur valdið litafrávikum. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

EfnisþörfKústun: 1-2 kg á fermetra fyrir hverja umferð.Múrhúðun: H.u.b. 3-5 kg á fermetra.

Þornunartími1-5 klst. eftir hita og gerð undirlags.

GeymsluþolGeymist allt að 2 árum á þurrum stað. Hey’di kústunarefni er einnig til hvítt, grátt og múrgrátt.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL YFIRboRðSmEðHÖNDLUNaR

Page 7: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 4

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 322GTIN nr: ........................ 7054150003223

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ...................... 1,2-1,5 l/5kgEfnisþörf: ............................. 1-2 kg/pr. m2Mesta kornastærð: ......................... 0,3 mmNotkunartími ................................2-4 klst.Viðloðun ................................. 1,4 N/mm2Vatnsþol ............................... Þolir slagregnVatnsgufuflæði................ 0,9 g/m2hmmHg(2 umferðir)

HEY'DI gRÅ

HEY'DI gRÁTTLýsingHey’di Grátt er sementsbundið, vatnshelt og rakaflæðisopið kústunarefni sem notað er til yfirborðsmeðhöndlunar á múrhúð og stein-steypu. Hey’di Grátt er blandað með vatni og myndar áferðarfallegt, grátt yfirborð.

NotkunarsviðInnan húss sem utan á steinsteypu, múrhúð, þanleir, múrstein og annað múrverk.Lágmarkshiti við notkun er +6 °C.

Forvinna - undirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadrægt undirlag skal forbleyta en forðast ber vatnslag á yfirborðinu. Ef yfirborðið hefur verið málað skal hræra Hey’di Grátt út með blöndu af Hey’di KZ og vatni í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di KZ á móti 4 hlutum af vatni. Í stað þess að forbleyta undirlagið má grunna það með Hey’di Útveg-gjagrunni. Viðkvæmt, rakadrægt undirlag skal ávallt grunna með Hey’di Útveggjagrunni.ATHUGIÐ! Til þess að forðast útfellingar frá undirlaginu þegar Hey’di Grátt eða Hey’di Múrgrátt er notað er alltaf æskilegt að nota Hey’di Útveggjagrunn sem formeðhöndlun.

Blöndun - aðferðHey’di Grátt er hrært út í velling með 1,2-1,5 lítrum af hreinu vatni fyrir hver 5 kíló af Hey’di Gráu. Lítið magn má hræra í höndunum en stærri skammta skal blanda með borvél með þeytara. Efnið er borið á með kústi, bretti eða múrsprautu. Hey’di Grátt má nota bæði til að kústa og hrauna veggi og til að bera á þykkri eða þynnri múrhúð og þarf þá aðeins að blanda efnið með hæfilegu vatnsmagni eftir notkun hverju sinni. Eftir blöndun skal láta múrinn standa óhreyfðan í nokkrar mínútur og hræra svo upp í honum aftur og blanda með meira vatni ef þörf þykir.

Hey’di Grátt storknar eins og aðrar sementsvörur og blandaðan múr verður því að nota jafnharðan. ATHUGIÐ! Heppilegast er að nota efni með sama framleiðslunúmer og úr sömu pakkningastærð á einn og sama samfelldan flöt. Mismunandi rakadrægni, breytilegt vatnsmagn og ójöfn þornun getur valdið litafrávikum. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

EfnisþörfKústun: 1-2 kg á fermetra fyrir hverja umferð. Múrhúðun: H.u.b. 3-5 kg á fermetra.

Þornunartími1-5 klst. eftir hita og gerð undirlags.

GeymsluþolGeymist allt að 2 árum á þurrum stað. Hey’di kústunarefni er einnig til hvítt, ljósgrátt og múrgrátt.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL YFIRboRðSmEðHÖNDLUNaR

Page 8: Hey'di

Side 5. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 114GTIN nr: ........................ 7054150001144

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ...................... 1,2-1,5 l/5kgEfnisþörf: ............................. 1-2 kg/pr. m2Mesta kornastærð: ......................... 0,3 mmNotkunartími ................................2-4 klst.Viðloðun ................................. 1,4 N/mm2Vatnsþol ............................... Þolir slagregnVatnsgufuflæði................ 0,9 g/m2hmmHg(2 umferðir)

HEY'DI mURgRÅ

HEY'DI múRgRÁTTLýsingHey’di Múrgrátt er sementsbundið, vatnshelt og rakaflæðisopið kústunarefni sem notað er til yfirborðsmeðhöndlunar á múrhúð og steinsteypu. Hey’di Múrgrátt er blandað með vatni og myndar áferðarfallegt, múrgrátt yfirborð.

NotkunarsviðInnan húss sem utan á steinsteypu, múrhúð, þanleir, múrstein og annað múrverk.Lágmarkshiti við notkun er +6 °C.

Forvinna - undirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadrægt undirlag skal forbleyta en forðast ber vatnslag á yfirborðinu. Ef yfirborðið hefur verið málað skal hræra Hey’di Múrgrátt út með blöndu af Hey’di KZ og vatni í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di KZ á móti 4 hlutum af vatni. Í stað þess að forbleyta undirlagið má grunna það með Hey’di Út-veggja-grunni. Viðkvæmt, rakadrægt undirlag skal ávallt grunna með Hey’di Út-veggja-grunni. ATHUGIÐ! Til þess að forðast útfellingar frá undirlaginu þegar Hey’di Grátt eða Hey’di Múrgrátt er notað er alltaf æskilegt að nota Hey’di Útveggjagrunn sem for-með-höndlun.

Blöndun - aðferðHey’di Múrgrátt er hrært út í velling með 2,5-3 lítrum af hreinu vatni fyrir hver 10 kíló af Hey’di Múrgráu. Lítið magn má hræra í höndunum en stærri skammta skal blanda með borvél með þeytara. Efnið er borið á með kústi, bretti eða múrsprautu. Hey’di Múrgrátt má nota bæði til að kústa og hrauna veggi og til að bera á þykkri eða þynnri múrhúð og þarf þá aðeins að blanda efnið með hæfilegu vatnsmagni eftir notkun hverju sinni. Eftir blöndun skal láta múrinn standa óhreyfðan í nokkrar mínútur og hræra svo upp í honum aftur og blanda með meira vatni ef þörf þykir. Hey’di Múrgrátt storknar eins og aðrar sementsvörur og blandaðan múr verður því að nota jafnharðan.

ATHUGIÐ! Heppilegast er að nota efni með sama framleiðslunúmer og úr sömu pakkn-inga-stærð á einn og sama samfelldan flöt. Mismunandi rakadrægni, breytilegt vatns-magn og ójöfn þornun getur valdið litafrávi-kum. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

EfnisþörfKústun: 1-2 kg á fermetra fyrir hverja umferð.Múrhúðun: H.u.b. 3-5 kg á fermetra.

Þornunartími1-5 klst. eftir hita og gerð undirlags.

GeymsluþolGeymist allt að 2 árum á þurrum stað. Hey’di kústunarefni er einnig til hvítt, ljósgrátt og grátt.

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL YFIRboRðSmEðHÖNDLUNaR

Page 9: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 6

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 118GTIN nr: ........................ 7054150000123

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI SpECIaLHEY'DI SpECIaLSementsbundin efni sem eru tilbúin til notkunar - til þéttingar gegn vatnsleka og raka í hvers kyns múrverki - einnig í bergi

Hey’di Special er 3 mismunandi efni:• Sement 1• Sement X• Innsiglunarvökvi

Efnin eru notuð til þéttingar á einfaldan hátt og gera flötinn ávallt varanlega vatnsheldan ef rétt er staðið að verki. Hey’di Special má nota á steinsteypu, hvers kyns múrverk og berg. Notið ævinlega gúmhanska og hlífðargleraugu. Nauðsyn-leg verkfæri eru kústur, pensill og blöndunarílát.

Aðferð við mikinn leka - Rennandi vatnÁður en þétting með Hey’di Special hefst er Sement X notað til að stöðva vatn sem gusast eða flæðir út.Aðferðin er sem hér segir:- Höggvið upp í kringum lekastaðinn og fjarlægið brot, eðju o.þ.h.- Takið handfylli af Sementi X og þrýstið og nuddið efninu ofan í lekastaðinn.Sement X harðnar á nokkrum sekúndum þegar það kemst í snertingu við vatn og stöðvar þannig vatnsflæðið um stund.

Streymi vatnið út af svo miklum krafti að duftið skolist í burtu áður en hægt er að koma því fyrir lekann má nota eftirtaldar aðferðir:

Aðferð 1 Bleytið tvist e.þ.h. í vatni, veltið honum í þurru Sementi X og þrýstið tafarlaust ofan í leka-staðinn með priki eða öðru áhaldi. Berið því næst á meira Sement X með hendinni.

Aðferð 2 Blandið Sement X með vatni og mótið efnið eins og kúlu með höndunum. Þegar kúlan tekur að hitna, eftir 30-60 sekúndur, er henni þrýst ofan í lekastaðinn hratt og af krafti og meira Sement X því næst borið á með hendinni. Vinna þarf hratt til þess að Sement X storkni ekki í fötunni.

Vatn gusast út undir miklum þrýstingi - lekinn þéttist á 7 sekúndum með Hey’di Sementi X.

Mynd 1Takið handfylli af Sementi X. Notið gúmhanska. Þrýstið duftinu ofan í lekastaðinn. Mætið vatns-flaumnum utan frá með skjótri hreyfingu.

Mynd 2Nuddið ofan í lekastaðinn. Bætið við meira dufti til að þurrka yfirborðið.

Mynd 3Þegar vatnsflæðið hefur stöðvast er þétting með Hey’di Special útfærð eins og lýst er á baksíðu. Bls. 2ForvinnaFlöturinn er hreinsaður vandlega og málning, kalk, laus múrhúð, asfalt o.þ.h. fjarlægt. Undirlagið verður að vera fast. Gera skal við brotnar fúgur með múrblöndu.

Ef lekinn er í kverk þar sem gólf og veggur mætast skal höggva upp h.u.b. 10 cm frá vegg, 1-2 cm niður, og sömuleiðis upp á vegginn í h.u.b. 5 cm hæð. Rispur og sprungur sem vatn streymir um þarf að „opna“; höggvið upp rás sem er fáeinir cm á breidd og 1 cm að dýpt. Slétta steinsteypufleti skal höggva upp eða sandblása fyrir meðhöndlun með Hey’di Special til þess að nægileg viðloðun verði milli þéttiefnis og steypu.

Áður en Hey’di Special er borið á skal forbleyta yfir-borðið rækilega. Þegar um mjög rakadrægt undirlag er að ræða skal bera á vatn nokkrum sinnum. Látið vatnið sogast upp áður en meðhöndlun hefst.

Vinnulýsing

Mynd 1Sement 1 er hrært út í velling með vatni og borið á með kústi. Vellingurinn storknar á 10-15 mínútum svo að ekki má blanda nema lítið af efninu í einu. Ef Sement 1 er tekið að harðna er ekki hægt að þynna það með meira vatni.

Mynd 2Um leið og Sement 1 hefur verið borið á er Sement X-duftinu nuddað ofan í blautt efnið. Dragið duftið á neðan frá og berið nægilega mikið á til þess að yfirborðið verði þurrt. Notið gúmhanska. ATHUGIÐ! Sement X er efnið sem stöðvar vatns-flæðið og mikilvægt er að vanda vel þennan hluta verksins.

Mynd 3Um leið og Sement X hefur verið borið á er innsiglunarvökvinn borinn á með hreinum pensli. Vökvinn þrengir sér í gegn um sementslöginn og inn í múrinn, þéttir hann með kristallamyndun og myndar festingu fyrir þéttinguna.

Mynd 4Sement 1 er blandað aftur og borið á flötinn. Eftir h.u.b. 20 mínútur skal bera á enn eina umferð af Sementi 1.

Þegar flötur hefur verið meðhöndlaður með Hey’di Special má bera á hann múrhúð eða aðrar sements-bundnar múrblöndur, t.d. Hey’di Hvítt. Grunnið ávallt með Hey’di KZ til þess að tryggja góða viðloðun. Ekki er heppilegt að mála yfirborð sem meðhöndlað hefur verið með Hey’di Special.

MIKILVÆGT!Efnin setjast fljótt og verkið þarf að vinna án hlés. Berið að fullu á 2-4 fermetra í einu.Áhöld skal hreinsa með vatni eftir hvern áfanga.

Efnisþörf/pakkningLítil pakkning 4,5 kg kassi nægir á h.u.b. 1-2 fermetra

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL YFIRboRðSmEðHÖNDLUNaR

Page 10: Hey'di

Side 7. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 199GTIN nr: ........................ 7054150001991

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

HEY'DI baDERomSTØp

NoRmaLTækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ......................... 2,2 l/25 kgEfnisþörf: ..................................... 2,1 kg /lMesta kornastærð: ......................... 2,5 mmLagþykkt: ..................................20-80 mmNotkunartími: ..................................2 klst. Flísalögn: ........................................18 klst.Þolir yfirlögn: .................................24 klst.Þrýstiþol – 28 dagar: .................. > 40 MPaBeygjutogþol eftir 28 daga: ............ >7 MPaViðloðun við grunnaða steinsteypu: .......... ................................................... >1,5 MPa

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI VoTRÝmISSTEYpa „NoRmaL“LýsingHey’di Votrýmissteypa „Normal“ er sements-bundin þurrsteypa til notkunar innan húss sem utan. Hey’di Votrýmissteypu „Normal“ má leggja út í þykkt á bilinu 2 til 8 cm.

NotkunarsviðHey’di Votrýmissteypu „Normal“ má nota á undirlag úr steinsteypu, múrhúð, tré, ein-angrun o.fl., annaðhvort sem flotgólf á plast-dúk eða með fastri bindingu við undirlagið. Ef efnið er lagt á einangrun, eða undirlag án burðarþols, skal styrkja það eins og venjulegt afréttingarlag og leggja það út í a.m.k. 4 cm þykkt. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - undirlagÞegar undirlagið er múrhúð eða steinsteypa má leggja Hey’di Votrýmissteypu „Normal“ út sem þunnt afréttingarlag í þykktinni 2-4 cm, með fastri bindingu við undirlagið. Þetta er tryggt með því að kústa undirlagið með Hey’di Votrýmissteypu „Normal“ sem blönduð er með Hey’di KZ grunni og vatni í hlutfallinu 1:1 þannig að úr verði þunnur vellingur. Efnið er lagt út „vott í vott“ ofan á kústað undirlagið.

BlöndunBlandið efnið í steypuhrærivél, en litla skammta með öflugum rafknúnum múrþe-ytara. Notið ekki meira en 2,2 lítra fyrir hver 25 kg af Hey’di Votrýmissteypu „Normal“. Blandið rækilega saman þar til þéttleikinn er líkastur rakri mold. Þegar kalt er í veðri verða pok-arn-ir að hafa náð stofuhita eða því sem næst áður en efnið er notað.

AðferðHey’di Votrýmissteypa „Normal“ er lögð á sama hátt og venjulegt afréttingarlag með listum og bretti og er hægt að vinna hana í h.u.b. tvær klst. Gætið þess að þjöppun sé nægileg. Filtun/sléttun getur farið fram um leið og steypan hefur náð að setjast. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

ÞornunartímiVerjið útlagða steypu þannig að hún þorni ekki of hratt, t.d. með plastþynnu. Loka skal dyrum og gluggum og forðast dragsúg. Nauðsynlegt er að slökkva á hitalögnum, ekki má hita rýmið og ekki má bæta við vatni eftir á. Útlagða Hey’di Votrýmissteypu „Normal“ má taka í notkun eða flísaleggja að 18 klst. liðnum. Ef þekja á yfirborðið með vatnsheldu lagi verður steypan að þorna í a.m.k. 24 klst.

EfnisþörfMeð 25 kg af Hey’di Votrýmissteypu „Normal“ fást h.u.b. 12 lítrar af steypumassa. H.u.b. 2,1 kg af Hey’di Votrýmissteypu „Normal“ á fermetra fyrir hvern mm þykktar.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareigin-leikar haldast í 1 ár frá framleiðsludegi.

Nánari upplýsingar er að finna á www.heydi.no

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaR

Page 11: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 8

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaR

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 210GTIN nr: ........................ 7054150000208

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ........................... 0,8 l/5 kgÞrýstiþol - 1 dagur ...............14-16 N/mm2Þrýstiþol - 28 dagar .............28-33 N/mm2

HEY'DI SmÅmURINg

HEY'DI SmÁmúRFjölnotamúrblanda fyrir minniháttar múrvinnu, múrhúðun og viðgerðir

Lýsing/notkunarsviðHey’di Smámúr er sementsbundinn, fljótþornandi þurrmúr sem hentar einstaklega vel til hvers kyns minniháttar múrvinnu, múrhúðunar og viðgerða á múrverki og steinsteypu, innan húss sem utan. Hey’di Smámúr er þjáll og auðveldur í notkun. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Undirbúningur - BlöndunYfirborðið er hreinsað með bursta, rakadræga fleti skal forbleyta. Hey’di Smámúr er blandaður með vatni, h.u.b. 1 lítra fyrir 5 kg poka. Þegar yfirborðið er slétt skal bæta Hey’di KZ í blöndunarvatnið í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di KZ á móti 5 hlutum af vatni. Blandað efni verður að nota innan 45 mínútna.

Aðferð - þornunartími - efnisþörfEfnið er borið á með múrskeið, spaða eða bretti. Þornunartími er 3-5 klst. eftir hita og gerð undirlags. Innihald pokans nægir í h.u.b. 3 lítra af tilbúnu efni. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareigin-leikar haldast í 1 ár frá framleiðsludegi.Nánari upplýsingar er að finna á www.heydi.no.

Page 12: Hey'di

Side 9. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 211GTIN nr: ........................ 7054150002110

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ......................... 2,7 l/15 kgMesta kornastærð: ............................ 1 mmÞrýstiþol - 28 dagar .............h.u.b. 30 MPaBeygjutogþol eftir 28 daga .....h.u.b. 8 MPaE-eining: ...................... h.u.b. 23 500 MPa

HEY'DI SToRmURINg

HEY'DI STÓRmúRTrefjastyrkt fjölnotamúrblanda til heimanota: múrverk, múrhúðun og múrviðgerðirÞjáll - auðveldur í notkun - situr eins og grjót

Lýsing - notkunarsviðHey’di Stórmúr er trefjastyrkt fjölnotamúr-blanda sem nota má til hvers kyns múr-vinnu, múrhúðunar og viðgerða á múrverki, tígulsteinum, þanleir (Leca) og steinsteypu, utan húss sem innan. Hey’di Stórmúr er þjáll og auðveldur í notkun, hann má bera á í þunnum og þykkum lögum og hann loðir vel við undirlag af öllu tagi. Efnið má einnig nota til að fylla í kverk þar sem steinsteypa/múr og berg mætast.

Undirbúningur - BlöndunUndirlagið er hreinsað og forbleytt; bíða skal þar til vatnið hefur sogast inn í undir-lagið. Heppilegast er að blanda efnið með borvél með þeytara, en lítið magn má hræra í höndunum. Hey’di Stórmúr er blandaður með vatni, h.u.b. 2,7 lítrum fyrir 15 kg poka. Þykkt blöndunnar má stýra með því að nota meira eða minna af vatni eftir því hvaða verk á að vinna. Hrærið í h.u.b. 2 mínútur þar til blandan hefur jafna áferð og er laus við kekki. Lágmarkshiti við notkun er +6 °C; ef hitinn nálgast 0 °C verður að sjá til þess að pokarnir séu við stofuhita, nota volgt íblöndunarvatn (ekki heitara en +30 °C), bæta Hey’di Frost í blönduna og breiða yfir vinnusvæðið.

AðferðHey’di Stórmúr er borinn á með múrskeið, kústi eða bretti, hvort heldur sem er í þunn-um eða þykkum lögum, eða allt að 8-10 cm í einu. Þegar heitt er í veðri er heppilegt að bleyta múrinn eftir að hann hefur harðnað. Forðast skal að bera Hey’di Stórmúr á sem múrhúð á heitan vegg í sterku sólskini. Eftir blöndun er múrinn nothæfur í h.u.b. 1 klst. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

EfnisþörfMúrhúðun: h.u.b. 1,7 kg á fermetra fyrir hvern mm þykktar.Innihald pokans nægir í h.u.b. 9 lítra af tilbúnu efni.

ÞornunartímiKústunarefni frá Hey’di má bera á daginn eftir, en ef mála á flötinn skal beðið lengur; fylgið leiðbeiningum málningarframleið-and-ans.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareigin-leikar haldast í 1 ár frá framleiðsludegi.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaR

Page 13: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 10

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 120GTIN nr: ........................ 7054150000130

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ......................... 0,25 l/1 kg

HEY'DI RapID

HEY'DI RapIDViðgerðar- og festimúr

Lýsing - notkunarsviðHey’di Rapid er fljótþornandi, vatnsheld, sementsbundin þurrmúrblanda sem er notuð til viðgerða á smáskemmdum, þéttingar í kringum rör o.þ.h. og festingar á ýmsum hlut-um í múrverk, steinsteypu og berg. Harðnar á 2–5 mínútum.

ForvinnaFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadræga fleti skal forbleyta en forðast ber vatnslag á yfirborðinu.

Blöndun - aðferð - þornunartími1 kg af Hey’di Rapid er blandað með h.u.b. 0,25 lítrum af köldu vatni. Athugið að efnið storknar á fáeinum mínútum og því verður bæði blöndun og ásetning að gerast mjög hratt. Af þessum sökum er aðeins unnt að blanda lítið af efninu í einu. Notið traustan hræripinna eða litla múrskeið. Ef efnið er tekið að harðna er ekki hægt að þynna það með meira vatni. Múrinn verður mjög sterkur og nær burðarþoli eftir h.u.b. 15 mínútur.

Efnisþörf 1 kg nægir í h.u.b. 0,6 lítra af tilbúnu efni.

GeymsluþolGeymist allt að 2 árum á þurrum stað.

Notkunarleiðbeiningar eru í kassanum.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaR

Page 14: Hey'di

Side 11. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 125GTIN nr: ........................ 7054150000130

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ........................... 0,5 l/5 kgÞrýstiþol - 1 klst ......................... 6 N/mm2Þrýstiþol - 1 dagur .................... 60 N/mm2Þrýstiþol - 28 dagar .................. 90 N/mm2

HEY'DI RapID EX

HEY'DI RapID EXFljótþornandi þanmúr. Mikið þrýstiþol - nær burðarþoli eftir stuttan tíma.

Lýsing - notkunarsviðHey’di Rapid EX er fljótþornandi, sements-bundinn þurrþanmúr sem er notaður til að festa og steypa niður hluti úr málmi í steinsteypu og berg, og til að steypa undir vélar, teina, súlur o.fl. Eftir ílögn nær efnið burðarþoli eftir stuttan tíma og hefur mjög mikið þrýstiþol.

ForvinnaFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadræga fleti skal forbleyta, gjarna nokkrum sinnum, en forðast ber vatnslag á yfirborðinu. Mjög slétta steinsteypu má grunna með Hey’di KZ grunni.

Blöndun - aðferðHey’di Rapid EX er blandað með köldu, hreinu vatni, 0,5 lítrum fyrir hver 5 kg af múr. Lítið magn má hræra í höndunum. Ef um stærri skammta er að ræða skal nota borvél með þeytara eða múrþeytara. Hrærið í 2-4 mínútur þar til blandan er laus við kekki og þunnfljótandi. Eftir blöndun er múrinn nothæfur í 10-20 mínútur eftir lofthita. Verjið efnið gegn beinni sólgeislun eftir ílögn. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Aðferð - FestingEfninu er hellt beint úr fötunni. Bilið frá brún holunnar að hlutnum sem steypa á fastan þarf að vera 20 til 60 mm, þ.e. þvermál holunnar getur verið á bilinu 40 til 120 mm til viðbótar við þvermál hlutarins. Ef bilið er minna en 20 mm skal nota Hey’di „Bolt Fast“ - epoxýbundið steypuefni.

Aðferð - UndirsteypaÞegar steypt er undir tiltölulega litla bygg-ingarhluta er efninu hellt beint úr fötunni. Hellið úr öðrum megin, efnið flýtur út sjálfkrafa. Í stærri verkum er hentugast að dæla efninu. Ef notaður er uppsláttur verður hann að vera alveg þéttur og nógu hár með tilliti til þenslu efnisins. Ef timbur er notað í uppsláttinn verður að forbleyta það rækilega eða grunna uppsláttinn með óþynntum Hey’di KZ grunni. Hey’di Rapid EX má nota til undirsteypu í þykktunum 15-80 mm.

VetrarvinnaUnnt er að nota Hey’di Rapid EX í frosti með því að hita undirlagið, nota volgt íblöndunar-vatn og hylja efnið strax eftir ílögn. Ef hitinn er undir -15°C verður upphitun að standa í a.m.k. 1 klst.

Hörðnunartími - ÞornunartímiEftir 1 klst. við +20 °C er þrýstiþolið orðið nógu mikið til að gefa efninu burðarþol. (6N/mm2)

Efnisþörf5 kg af Hey’di Rapid EX duga í h.u.b. 2,5 lítra af tilbúnu efni.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareiginleikar haldast í 1 ár frá framleiðsludegi.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaR

Page 15: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 12

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 232GTIN nr: ........................ 7054150002325

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI bom FaST

TækNILEgaR UppLÝSINgaRÞrýstiþol eftir 1 dag: ............25-30 N/mm2Þrýstiþol eftir 28 daga: ........55-58 N/mm2Viðloðun við steinsteypu: ...... >2,0 N/mm2

HEY'DI STEINLímLýsingHey’di Steinlím er grátt, sementsbundið, plaststyrkt múrlím í duftformi sem harðnar eftir blöndun með vatni og myndar vatns-helda og frostþolna límfúgu með afar mikla viðloðun.

NotkunarsviðHey’di Steinlím er notað til límingar og fúgu-fyllingar á hellum og kantsteini, fúgufyllingar milli steinsteyptra eininga og smáviðgerða á steinsteypu. Hey’di Steinlím má nota á yfirborð úr malbiki, múrhúð og steinsteypu. Venjuleg lagþykkt er 3-20 mm, en viðameiri fyllingar verða að eiga sér stað í fleiri en einu lagi. Hey’di Steinlím má blanda með sandi allt að 50% af þurrvikt (0-2 mm). Hiti verður að vera a.m.k. 0°C.

Forvinna - undirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Hreinsa þarf alla sementshúð af yfirborðinu með vélvirkum hætti. Rakadrægt undirlag á borð við steinsteypu og múrhúð skal grunna með Hey’di KZ sem blandað er með vatni í hlutfallinu 1:2. Malbik skal grunna með því að kústa það með Hey’di Steinlími sem blandað hefur verið með Hey’di KZ þynntu á móti vatni í hlutfallinu 1:1. Blandan á að hafa þéttleika á við velling og límingin á að fara fram „vott í vott“, þ.e. áður en blandan er farin að harðna.

BlöndunHellið fyrst vatni í blöndunarílátið, h.u.b. 4 lítrum fyrir hver 25 kg af Hey’di Steinlími. Blandið efnið með borvél með þeytara, en stóra skammta í steypuhrærivél eða með venju-legum múrþeytara. Hrærið í a.m.k. 3 mín-út-ur þar til blandan er laus við kekki. Látið steinlímið standa í h.u.b. 5 mínútur, hrærið þá á ný og jafnið eftir þörfum með vatni til að ná æskilegum þéttleika. Blandið ekki meira af lími en hægt er að nota á 45 mínútum.

Aðferð - Líming á steini og hellumLíminu er hellt út og það jafnað með stálbretti, réttskeið e.þ.h. Snertiflöturinn á steinunum/hellunum er kústaður með vellingi af Hey’di Steinlími og Hey’di KZ sem lýst er í liðnum „forvinna“. Hellunni/steininum er þrýst niður í límið þannig að það þrýstist upp á hliðarnar. Mikilvægt er að steinlímið þeki allan snertiflötinn. Ef undirlagið er óslétt skal nota þéttari blöndu.

Aðferð - FúgunVið fúgun er efnið notað í fljótandi formi. Til notkunar í fúgur breiðari en 20 mm er efnið blandað með 50% af sandi, miðað við þyngd, í kornastærðinni 0-2 mm. Nota skal þéttleika sem hentar lögun og breidd fúgunnar. Við fúgun á götukantsteini er heppilegast að láta 4. til 5. hverja fúgu vera opna vegna hugsan-legrar hitaþenslu.

Aðferð - SmáviðgerðirSteinlímið er jafnað út með bretti eða múr-skeið í þykkt á bilinu 3-20 mm. Til þess að ná meiri þykkt þarf að leggja Hey’di Steinlím í fleiri en einu lagi og grunna milli laga. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Þornunartími (við +20 °C)Ef límið er byrjað að storkna er það ónothæft. Steinlímið harðnar á nokkrum tímum, einnig við lágan hita allt niður í 0°C. Í þurru og hlýju veðri þarf að bæta í það vatni eftir á.

Efnisþörf2 kg af Hey’di Steinlími duga í h.u.b. 1 lítra af efni.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareigin-leikar haldast í 2 ár frá framleiðsludegi.

Nánari upplýsingar er að finna á www.heydi.no

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaR

Page 16: Hey'di

Side 13. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: ............................ 1401GTIN nr: ........................ 7054150014014

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRÞrýstiþol eftir 1 dag: ................4-6 N/mm2Þrýstiþol eftir 28 daga: ........12-15 N/mm2

HEY'DI ILDFaST mØRTELHEY'DI ELDFaST STEINLímÞurrmúrblanda til að múrfesta reykrör.Múrhúðun eldveggja - múrvinna við eldstæði, rör o.fl.

Lýsing - notkunarsviðHey’di Eldfast steinlím er sementsbundið afar hitaþolin þurrmúrblanda sem er notuð til múrfestingar á reykrörum, múrhúðunar á eldveggjum, múrvinnu við eldstæði og pípur o.fl. Ef fylla þarf þröngfúgur í eldstæðum er heppilegast að nota Hey’di Lím & leir.

ForvinnaFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadræga fleti skal forbleyta en forðast ber að vatnslag liggi á yfirborðinu þegar límið er borið á.

BlöndunLítið magn má hræra í höndunum. Stærri skammta skal blanda með borvél með þeytara, eða þá með múrþeytara. Hellið fyrst hreinu vatni í blöndunarílátið og hrærið Hey’di Eldfast steinlím saman við. Notið ekki meira en 1,4 lítra fyrir hver 4,5 kg af stein-lími. Blandið þar til áferðin er jöfn og laus við kekki, hræra þarf í h.u.b. 2 mínútur.

Aðferð - þornunartímiHey’di Eldfast steinlím er borið á eða skafið yfir með múrskeið eða stál- eða trébretti. Efnið skal bera á a.m.k. 15 mm þykkt lag. Blandað efni verður að nota innan 1 klst. Bætið ekki við vatni þegar steinlímið tekur að harðna. Berið efnið ekki á ef hitinn er undir +6°C. Hey’di Eldfast steinlím þarf að harðna í nokkra daga áður en eldstæðið er tekið í notkun. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Efnisþörf1 kg af steinlími nægir í h.u.b. 0,8 lítra af tilbúnu efni.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareigin-leikar haldast í 2 ár frá framleiðsludegi.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaR

Page 17: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 14

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: ............................ 1431GTIN nr: ........................ 7054150014311

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.Geymist þar sem börn ná ekki til.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRÞrýstiþol eftir 1 dag: ................4-6 N/mm2Þrýstiþol eftir 28 daga: ........12-15 N/mm2

HEY'DI LIm&LEIRE

HEY'DI Lím & LEIRBrenndur eldfastur leir til múrvinnu við eldfastan stein, uppsetningar á reykrörum og tilheyrandi

Lýsing - notkunarsviðHey’di Lím & Leir er þurrmúrblanda úr eldföstu sementi sem er notuð til múrvinnu við eldfastan stein og reykrör, uppsetningar á reykhnjám/stubbum og öskulúgum við reykrör o.fl.

ForvinnaFlöturinn verður að vera hreinn og laus við ryk. Rakadræga fleti skal forbleyta en forðast ber að vatnslag liggi á yfirborðinu þegar límið er borið á.

BlöndunLítið magn má hræra í höndunum. Stærri skammta skal blanda með borvél með þeytara. Hellið fyrst hreinu vatni í blöndunarílátið og þar ofan í Hey’di Lím & leir. Notið 1-1,2 lítra fyrir hver 4,5 kg af Hey’di Lím & leir. Hrærið í h.u.b. 2 mínútur þar til blandan hefur jafna áferð og er laus við kekki. Hrærið ekki viðbótarsement saman við.

Aðferð - þornunartímiHey’di Lím & leir er borið á eða skafið yfir með múrskeið eða stál- eða trébretti. Við eldfast múrverk er eðlilegt að fúgan sé 2 mm eða mjórri. Æskilegt er að nota þröngfúgur í sjálfu eldstæðinu. Blandað efni verður að nota innan 1-2 klst. eftir hita. Bætið ekki við vatni þegar steinlímið tekur að harðna. Berið efnið ekki á ef hitinn er undir +6 °C. Hey’di Lím & leir þarf að harðna í a.m.k. 2 vikur áður en eldstæðið er tekið í notkun. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Efnisþörf1 kg af steinlími nægir í h.u.b. 0,6 lítra af tilbúnu efni.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareiginleikar haldast í 2 ár frá framleiðsludegi.

SéRHæFðaR múRbLÖNDUR TIL VIðgERða, STEYpU og íFESTINgaR

Page 18: Hey'di

Side 15. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 625GTIN nr: ........................ 7054150006255

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran ber merkinguna „Ertandi“.Lesið viðvörunarorðin á umbúðunum.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI gRUNNRENS

HEY'DI gRUNNHREINSIRFituleysandi hreinsiefni fyrir gólfflísar, klinkur, náttúrustein o.fl.

LýsingHey’di Grunnhreinsir er öflugt fituleysandi hreinsiefni sem leysir upp og fjarlægir olíu, vax, bón, sót, fitu o.s.frv. Hey’di Grunnhreinsir gerir málaða fleti matta.

NotkunarsviðHey’di Grunnhreinsir er notaður til að hreinsa og losa skán af flísum, náttúrusteini, máluðum flötum, vínýl o.fl. fyrir yfirborðs-meðhöndlun af öðru tagi.

Undirbúningur - blöndunRakadrægar tígulsteinsflísar, óglerjaðar flísar og klinkur skal forbleyta. ½ lítri af Hey’di Grunnhreinsi er blandaður með 10 lítrum af heitu eða volgu vatni. Notið sterkari blöndu eða endurtakið meðferðina ef fletirnir eru mjög óhreinir.

AðferðHey’di Grunnhreinsir er borinn á með bursta, klúti eða svampi, nuddaður vel inn í undirlagið og látinn verka í h.u.b. 5 mínútur. Notið gúmhanska. Látið ekki þorna, þvoið af og skolið vandlega með hreinu vatni. Forðist að hreinsa með efninu í sterku sólskini. Heppilegast er að nota Hey’di Klinkuolíu til eftirmeðhöndlunar á óglerjuðum flísum og klinkum.

Efnisþörf1 lítri af Hey’di Grunnhreinsi nægir á 15-30 fermetra.

GeymsluþolGeymist á frostfríum stað.

ÞVoTTUR og HREINSUN

Page 19: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 16

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 627GTIN nr: ........................ 7054150006279

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran ber merkinguna „Ætandi“.Lesið viðvörunarorðin á umbúðunum.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI kLINkERRENS

HEY'DI kLINkUHREINSIRFjarlægir fúgunarefni og sementsleifar af flísum, klinkum, múr, blöndunartækjum o.fl.

LýsingHey’di Klinkuhreinsir er óblandað, súrt hreinsiefni sem leysir upp leifar af sements- og kalkríkum efnum.

NotkunarsviðHey’di Klinkuhreinsir fjarlægir sementsleifar af flísum, mósaíkflísum og klinkum sem hafa verið lagðar með sementsfúgu. Má einnig nota til hreinsunar á hreinlætistækjum. Hey’di Klinkuhreinsir fjarlægir kalkútfellingar, sápuleifar o.fl. ATHUGIÐ! Má ekki nota á marmara.

Undirbúningur - BlöndunGljúpa og rakadræga fleti skal forbleyta. 1 lítri af Hey’di Klinkuhreinsi er blandaður með vatni í hlutföllunum 1:5 ef hreinsa á óglerj-aðar flísar eða klinkur, en 1:10 ef hreinsa á glerjaðar flísar. Ef fjarlægja þarf gróf óhreinindi má nota Hey’di Klinkuhreinsi minna þynntan eða óþynntan. Notið þynnri blöndu á málma og hreinlætistæki.

AðferðHey’di Klinkuhreinsir er borinn á með bursta, klúti eða svampi og látinn verka í nokkrar mínútur. Notið gúmhanska. Nuddið gjarna með stífum bursta eða hreinsipúða. Látið yfirborðið ekki þorna. Þvoið af og skolið vandlega með hreinu vatni, helst nokkrum sinnum. Endurtakið ef þörf er á. Forðist að hreinsa með efninu í sterku sólskini. Heppilegast er að nota Hey’di Klinkuolíu til eftirmeðhöndlunar á óglerjuðum flísum og klinkum.

Efnisþörf1 lítri af Hey’di Klinkuhreinsi nægir á 5-20 m2.

GeymsluþolGeymist á frostfríum stað.

ÞVoTTUR og HREINSUN

Page 20: Hey'di

Side 17. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

VörukóðarHey’di-vörunúmer:1 lítri ................................................... 1065 lítri ................................................... 108

GTIN nr:1 lítri ............................... 70541500000485 lítri ............................... 7054150000062

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRÞurrefnisinnihald:.....................h.u.b. 47%

HEY'DI kZ

HEY'DI kZÍblöndunarefni fyrir múr, grunnur og kústunarefni

Lýsing - eiginleikarHey’di KZ er fljótandi latexíblöndunarefni fyrir múr, múrhúð og steinlím til sérstakra nota. Efnið er einnig notað sem grunnur/kústunarefni fyrir steypu- og spartlefni. Hey’di KZ bætir notkunareiginleika steinlímsins og tryggir góða viðloðun við undirlagið.

Aðferð (grunnun)Blöndun/efnisþörfUndirlagið verður að vera hreint og þurrt; grunnurinn er borinn á með kústi eða rúllu.

Steinsteypa, múrhúð, gips:Blandið 1 hluta af Hey’di KZ með 3 hlutum af vatni. 1 lítri nægir á h.u.b. 15 fermetra.

Spónaplötur, tré:Notist óþynnt.1 lítri nægir á 5-7 fermetra.

Órakadrægt undirlag:Blandið 1 hluta af Hey’di KZ með 1 hluta af vatni og hrærið steinlímið út í velling sem svo er borinn á eins og kústunarefni. 1 lítri nægir á h.u.b. 5 fermetra.

Aðferð (íblöndun)Blöndun/efnisþörf

Steinlím og múrhúð:Blandið 1 hluta af Hey’di KZ með 5 hlutum af vatni. Notkun er 1 lítri fyrir h.u.b. 60 kg af steinlími.

Kústunarefni frá Hey’di:Blandið 1 hluta af Hey’di KZ með 5 hlutum af vatni. Notkun er 1 lítri fyrir h.u.b. 20 kg af kústunarefni. Notkunaraðferð fyrir Hey’di KZ er lýst á umbúðum utan um það efni. Bætið vökvablöndunni í duftið þar til hæfilegri þykkt er náð. Ef þurfa þykir má blanda meira af Hey’di KZ saman við. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

GeymsluþolGeymist á frostfríum stað.Geymist þar sem börn ná ekki til.

gRUNNUN, RakaVÖRN, íbLÖNDUN

Page 21: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 18

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:1 ltr ..................................................... 4075 ltr ..................................................... 408

GTIN nr:1 ltr ................................. 70541500040775 ltr ................................. 7054150004084

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRÞurrefnisinnihald:..............................16 %pH-gildi: .............................................. 6-7

HEY'DI FaSaDEpRImER

HEYDI úTVEggJagRUNNURAkrýl-/sílangrunnur á múrað, múrhúðað og steypt undirlag fyrir yfirborðsmeðhöndlun.

LýsingHey’di Útveggjagrunnur er akrýldreifa íblönduð sílani/síloxani sem er notuð á múrhúð og steinsteypu fyrir yfirborðs-meðhöndlun með litaðri sements- eða kalkbundinni múrhúð eða kústunarefni. Hey’di Útveggjagrunnur eykur vatnsfrá-hrind-andi eiginleika og styrk undirlagsins og tryggir góða viðloðun eftirfarandi yfirborðs-meðhöndlunar, einnig þótt undirlagið sé gljúpt. Hey’di Útveggjagrunnur vinnur gegn útfellingum úr undirlaginu og tryggir slétta og einsleita áferð.

ForvinnaUndirlagið verður að vera laust við málningu, olíu, fitu og önnur óhreinindi sem geta hin-drað upptöku og viðloðun Hey’di Útveggja-grunns. Gler, glerjaða fleti og ál verður að þekja fyrir meðhöndlun og berist efnið á slíka fleti verður að hreinsa þá tafarlaust með miklu vatni.

AðferðHey’di Útveggjagrunnur er borinn á með kústi, rúllu eða sprautu. Hefja skal verkið neðst og vinna upp á við þannig að efnið sé ávallt borið á ómeðhöndlaðan flöt. Ef undirlagið er mjög rakadrægt skal bera efnið á í tveimur umferðum. Önnur umferð er borin á „vott í vott“. Hiti verður að vera a.m.k. +10 °C þegar efnið er borið á. Forðist að bera efnið á í beinu sólskini. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

ÞornunartímiFrekari yfirborðsmeðhöndlun getur farið fram þegar Hey’di Útveggjagrunnur er orðinn snertiþurr, en það gerist venjulega eftir h.u.b. tvær klst. við +20 °C.

Efnisþörf0,10-0,25 lítrar á fermetra eftir því hversu gljúpt og rakadrægt undirlagið er.

GeymsluþolGeymist í a.m.k. 1 ár í lokuðum umbúðum. Þolir ekki frost.

gRUNNUN, RakaVÖRN, íbLÖNDUN

Page 22: Hey'di

Side 19. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:1 kg ..................................................... 2625 kg ..................................................... 264

GTIN nr:1 kg ................................. 70541500026225 kg ................................. 7054150002646

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRpH-gildi: .............................................. 8-9Þurrefnisinnihald:.....................h.u.b. 50%

HEY'DI SpESIaLpRImER

HEY'DI SéRNoTagRUNNURLýsingHey’di Sérnotagrunnur er akrýldreifa með samsettum fjölliðum sem er notuð sem formeðhöndlun til þess að tryggja góða viðloðun afréttingarmúrblandna frá Hey’di við flestar gerðir af undirlagi.

NotkunarsviðHey’di Sérnotagrunn má nota bæði á rakadrægt undirlag, t.d. afréttingarefni, steinsteypu, tré, rakaþolnar spónaplötur o.fl., og órakadrægt undirlag, t.d. vínýlklæðningu, epoxý o.fl. (Glerjaðar leirflísar skal kústa - sjá notkunarleiðbeiningar fyrir Hey’di KZ.) Hey’di Sérnotagrunnur er aðeins ætlaður til notkunar innan húss og hiti þarf að vera a.m.k. +10 °C þegar efnið er borið á.

Forvinna - undirlagUndirlagið verður að vera hreint og flöturinn laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h.Órakadrægt undirlag skal slípað og síðan þvegið með Hey’di Grunnhreinsi.

Blöndun - aðferðHey’di Sérnotagrunn skal jafnan nota óþynnt-an á órakadrægt undirlag og undirlag úr tré, en ef undirlagið er rakadrægt skal þynna efnið með vatni í hlutfallinu 1 hluti af grunni á móti 3 hlutum af vatni. Mjög rakadrægt se-mentsbundið undirlag skal grunna tvisvar og nota grunninn þá þynntan með vatni í hlut-fallinu 1:6 í fyrri umferðinni. Efnið er borið á með stórum pensli, kústi eða rúllu. Forðist pollamyndun og dreifið grunninum jafnt yfir allt undirlagið. Gætið þess að lofta vel út.

ÞornunartímiÞornunartíminn getur verið allt frá h.u.b. 2 klst. á rakadrægu undirlagi til margra klst. þegar undirlagið er ekki rakadrægt. Grunnurinn þarf að vera yfirborðsþurr áður en meira er borið á; þetta gildir einnig milli umferða af grunni.

Efnisþörf1 lítri nægir á h.u.b. 5 fermetra ef undirlagið er ekki rakadrægt, en á rakadrægu undirlagi nægir 1 lítri á h.u.b. 5-10 fermetra eftir rakadrægni undirlagsins.

GeymsluþolGeymist allt að 2 árum á þurrum og frost-fríum stað. Geymist þar sem börn ná ekki til.Varan er ekki merkingarskyld.

gRUNNUN, RakaVÖRN, íbLÖNDUN

Page 23: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 20

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 277GTIN nr: ........................ 7054150002776

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI bEST FLYT

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ............................ 5 l/20 kgEfnisþörf: .................................1,5 kg/dm³Mesta kornastærð: ......................... 0,5 mmLagþykkt: ....................................0-15 mmÞrýstiþol eftir 28 daga: ................ >30 MPaBeygjutogþol eftir 28 daga: ............ >9 MPa Þolflokkun samkvæmt EN 13813:Þrýstingur: ..........................................C30Beygjutog: ............................................. F7Rýrnun, 28 daga: .........................< 0,05 %Viðloðun við grunnaða steinsteypu: .......... .................................................. > 1,2 MPaFlothæfni (SS923519): ................. 180-190Flothæfni (EN12706): .................. 135-145Notkunartími: ......................... 30 mínúturGönguhæft: ...................................2-4 klst.Þolir yfirlögn: .................................. 1 daga

HEY'DI gæðaFLoTSjálfútleggjandi flotmúr til afréttingar á gólfi. Á hvers kyns undirlag

LýsingHey’di Gæðaflot er fljótþornandi, sements-bundinn, sjálfútleggjandi flotmúr til afrétt-ing-ar á gólfi innan húss. Hey’di Gæðaflot hefur afar góða floteiginleika og má leggja efnið í þykktum frá 0-15 mm.

NotkunarsviðHey’di Gæðaflot er notað á undirlag úr steinsteypu, múrhúð, steini, leir, tré, vínýli o.fl. áður en þakið er með gólfefni á borð við flísar, teppi, parkett e.þ.h. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10°C til +20°C við notkun. Lágmarkshiti er +6°C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - undirlagYfirborðið verður að vera laust við agnir, sem-ent, ryk, fitu og önnur aðskotaefni sem geta dregið úr viðloðun. Hreinsa þarf alla sements-húð af yfirborðinu með vélvirkum hætti. Rakadrægt undirlag á borð við steinsteypu og múrhúð skal grunna með Hey’di Sér-nota-grunni eða Hey’di KZ í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di Sérnotagrunni/Hey’di KZ á móti einum hluta af vatni. Tré og spónaplötur skal grunna með óþynntum Hey’di Sérnotagrunni eða Hey’di KZ. Slétta fleti sem eru ekki raka-drægir skal grunna með kústun; blandið þá Hey’di Gæðaflot með Hey’di Sérnotagrunni eða Hey’di KZ, sem hefur verið þynntur með vatni í hlutfallinu 1:1, þannig að úr verði vellingur sem svo er kústaður á undirlagið daginn fyrir lögn. Notið þar til gerða lista og hæðarpinna frá Hey’di til að skipta gólfinu upp og merkja rétta hæð á lögninni.

Blöndun - AðferðHellið fyrst hreinu vatni í blöndunarílátið, h.u.b. 5 lítrum fyrir hver 20 kg af Hey’di Gæðafloti. Blandið efnið með borvél með þeytara. Hrærið í h.u.b. 2 mínútur þar til blandan er laus við kekki og þunnfljótandi. Eftir blöndun er múrinn nothæfur í h.u.b. 30 mínútur; bætið ekki við vatni þegar efnið er tekið að harðna. Þegar kalt er í veðri verða pokarnir að hafa náð stofuhita eða því sem næst áður en efnið er notað; önnur leið er að nota volgt vatn (ekki heitara en +30°C). Hefjið lögnina við annan stuttvegginn. Hellið múrnum út í samfelldum strengjum, mest 5-7 m að lengd. Látið hvern streng leggjast dálítið yfir þann næsta á undan þannig að múrinn fljóti alltaf í sömu átt og myndi jafn-an og sléttan flöt. Hey’di Gæðaflot má einn-ig leggja með öllum venjulegum múrdælum. Hreinsið verkfæri og vélar með vatni.

Þornunartími (við +20 °C) - YfirlögnHey’di Gæðaflot þolir venjulegan ágang eftir 2-4 klst. og má venjulega leggja á það eftir h.u.b. 1 sólarhring.

EfnisþörfH.u.b. 1,5 kg af Hey’di Gæðafloti á fermetra fyrir hvern mm þykktar.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareigin-leikar haldast í 9 mánuði frá framleiðsludegi.

Nánari upplýsingar er að finna á www.heydi.no

SpÖRTLUN og aFRéTTINg

Page 24: Hey'di

Side 21. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 274GTIN nr: ........................ 7054150002745

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ......................... 4,5 l/25 kgEfnisþörf: .................................1,7 kg/dm³Mesta kornastærð: ............................ 1 mmLagþykkt: ....................................5-50 mmÞrýstiþol eftir 28 daga: ................ >30 MPaBeygjutogþol eftir 28 daga: ............ >7 MPa Þolflokkun samkvæmt EN 13813:Þrýstingur: ..........................................C25Beygjutog: ............................................. F7Rýrnun, 28 daga: .........................< 0,05 %Viðloðun við grunnaða steinsteypu: .......... .................................................. > 1,2 MPaFlothæfni (SS923519): ................. 150-155Flothæfni (EN12706): .................. 130-135Notkunartími: ......................... 30 mínúturGönguhæft: ...................................2-4 klst.Þolir yfirlögn: .................................. 5 daga

HEY'DI RETT pÅ gULVET

NoRmaLHEY'DI bEINT Á gÓLFIð „NoRmaL“ Trefjastyrktur, sementsbundinn, sjálfútleggjandi flotmúr til afréttingar innan húss. 5-50 mm

LýsingHey’di Rett på Gulvet Normal er trefjastyrkt-ur, sementsbundinn, sjálfútleggjandi flotmúr til afréttingar á gólfi innan húss. Hey’di Rett på Gulvet Normal má leggja út í þykktum frá 5 mm til 50 mm.

NotkunarsviðHey’di Rett på Gulvet Normal er flotmúr sem nota má til afréttingar á hvers kyns undirlagi áður en þakið er með gólfefni á borð við flísar e.þ.h. Hey’di Rett på Gulvet Normal er einnig notað til að steypa yfir rafhitakapla og vatnshitalagnir. Í votrýmum skal jafnan þekja Hey’di Rett på Gulvet Normal með rakavarn-arlagi. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - UndirlagYfirborðið verður að vera laust við agnir, sement, ryk, fitu og önnur aðskotaefni sem geta dregið úr viðloðun. Hreinsa þarf alla sementshúð af yfirborðinu með vélvirkum hætti. Rakadrægt undirlag á borð við stein-steypu og múrhúð skal grunna með Hey’di Sérnotagrunni eða Hey’di KZ í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di Sérnotagrunni/Hey’di KZ á móti einum hluta af vatni. Tré og spónaplötur skal grunna með óþynntum Hey’di Sér-nota-grunni eða Hey’di KZ. Slétta fleti sem eru ekki rakadrægir skal grunna með kústun; blandið þá Hey’di Rett på Gulvet Normal með Hey’di Sérnotagrunni eða Hey’di KZ, sem hefur verið þynntur með vatni í hlut-fall-inu 1:1, þannig að úr verði vellingur sem svo er kústaður á undirlagið daginn fyrir lögn. Þegar um er að ræða veikt undirlag úr tré verður að leggja Hey’di Rett på Gulvet Normal út í a.m.k. 20 mm þykkt og styrkja efnið með stálneti frá Hey’di. Notið þar til gerða lista og hæðarpinna frá Hey’di til að skipta gólfinu upp og merkja rétta hæð á lögninni.

Blöndun - aðferðHellið fyrst hreinu vatni í blöndunarílátið, h.u.b. 4,5 lítrum fyrir hver 25 kg af Hey’di Rett på Gulvet Normal. Blandið efnið með borvél með þeytara. Hrærið í h.u.b. 2 mínútur þar til blandan er laus við kekki og þunnfljótandi. Eftir blöndun er múrinn nothæfur í h.u.b. 30 mínútur; bætið ekki við vatni þegar efnið er tekið að harðna. Þegar kalt er í veðri verða pokarnir að hafa náð stofuhita eða því sem næst áður en efnið er notað; önnur leið er að nota volgt vatn (ekki heitara en +30 °C). Hefjið lögnina við annan stuttvegginn. Hellið múrnum út í samfelldum strengjum, mest 5-7 m að lengd. Látið hvern streng leggjast dálítið yfir þann næsta á undan þannig að múrinn fljóti alltaf í sömu átt og myndi jafnan og sléttan flöt. Hey’di Rett på Gulvet Normal má einnig leggja með öllum venjulegum múrdælum. Hreinsið verkfæri og vélar með vatni.

Þornunartími (við +20 °C, 50% rakastig) - YfirlögnHey’di Rett på Gulvet Normal þolir venjuleg-an ágang eftir 2-4 klst. og má venjulega leggja á það flísar eftir h.u.b. 24. klst. Ef membra er borin á í kjölfarið eða þétt gólfefni lagt yfir verður múrinn að þorna í a.m.k. 5 sólarhringa fyrir hvern cm þykktar. Áður en þétt gólfefni er lagt er jafnan æskilegt að mæla rakastig. Verjið útlagt efni gegn ofþornun með því að loka dyrum og gluggum og forðast þannig dragsúg. Hitalagnir má tengja h.u.b. 2 vikum eftir að endanlegt gólfefni er komið á.

EfnisþörfH.u.b. 1,7 kg af Rett på Gulvet Normal á fermetra fyrir hvern mm þykktar.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareiginleikar haldast í 9 mánuði frá framleiðsludegi.

SpÖRTLUN og aFRéTTINg

Page 25: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 22

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 256GTIN nr: ........................ 7054150002561

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ......................... 4,5 l/25 kgEfnisþörf: .................................1,7 kg/dm³Mesta kornastærð: ............................ 1 mmLagþykkt: ....................................5-50 mmÞrýstiþol eftir 28 daga: ................ >30 MPaBeygjutogþol eftir 28 daga: ............ >7 MPa Þolflokkun samkvæmt EN 13813:Þrýstingur: ..........................................C25Beygjutog: ............................................. F7Rýrnun, 28 daga: .........................< 0,05 %Viðloðun við grunnaða steinsteypu: .......... .................................................. > 1,2 MPaFlothæfni (SS923519): ................. 150-155Flothæfni (EN12706): .................. 130-135Notkunartími: ......................... 30 mínúturGönguhæft: ...................................2-4 klst.Þolir yfirlögn: .................................24 klst.

HEY'DI RETT pÅ gULVET

RapIDHEY'DI bEINT Á gÓLFIð „RapID“Trefjastyrktur, sementsbundinn, fljótþornandi, sjálfútleggjandi flotmúr til afréttingar á gólfi innan húss. 5-50 mm

LýsingHey’di Rett på Gulvet Rapid er trefjastyrktur, sementsbundinn, fljótþornandi, sjálfútleggj-andi flotmúr til afréttingar á gólfi innan húss. Hey’di Rett på Gulvet Rapid má leggja út í þykktum frá 5 mm til 50 mm.

NotkunarsviðHey’di Rett på Gulvet Rapid er flotmúr sem nota má til afréttingar á hvers kyns undirlagi áður en þakið er með gólfefni á borð við flísar e.þ.h. Hey’di Rett på Gulvet Rapid er einnig notað til að steypa yfir rafhitakapla og vatnshitalagnir. Í votrýmum skal jafnan þekja Hey’di Rett på Gulvet Rapid með rakavarnar-lagi. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - UndirlagYfirborðið verður að vera laust við agnir, sement, ryk, fitu og önnur aðskotaefni sem geta dregið úr viðloðun. Hreinsa þarf alla sementshúð af yfirborðinu með vélvirkum hætti. Rakadrægt undirlag á borð við stein-steypu og múrhúð skal grunna með Hey’di Sérnotagrunni eða Hey’di KZ í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di Sérnotagrunni/Hey’di KZ á móti einum hluta af vatni. Tré og spónaplötur skal grunna með óþynntum Hey’di Sérnota-grunni eða Hey’di KZ. Slétta fleti sem eru ekki rakadrægir skal grunna með kústun; blandið þá Hey’di Rett på Gulvet Rapid með Hey’di Sérnotagrunni eða Hey’di KZ, sem hefur verið þynntur með vatni í hlutfallinu 1:1, þannig að úr verði vellingur sem svo er kústaður á undirlagið daginn fyrir lögn. Þegar um er að ræða veikt undirlag úr tré verður að leggja Hey’di Rett på Gulvet Rapid út í a.m.k. 20 mm þykkt og styrkja efnið með stálneti frá Hey’di. Notið þar til gerða lista og hæðar-pinna frá Hey’di til að skipta gólfinu upp og merkja rétta hæð á lögninni.

Blöndun - aðferðHellið fyrst hreinu vatni í blöndunarílát-ið, h.u.b. 4,5 lítrum fyrir hver 25 kg af Hey’di Rett på Gulvet Rapid. Blandið efnið með borvél með þeytara. Hrærið í h.u.b. 2 mínútur þar til blandan er laus við kekki og þunnfljótandi. Eftir blöndun er múrinn nothæfur í h.u.b. 30 mínútur; bætið ekki við vatni þegar efnið er tekið að harðna. Þegar kalt er í veðri verða pokarnir að hafa náð stofuhita eða því sem næst áður en efnið er notað; önnur leið er að nota volgt vatn (ekki heitara en +30°C). Hefjið lögnina við annan stuttvegginn. Hellið múrnum út í samfelldum strengjum, mest 5-7 m að lengd. Látið hvern streng leggjast dálítið yfir þann næsta á undan þannig að múrinn fljóti alltaf í sömu átt og myndi jafnan og sléttan flöt. Hey’di Rett på Gulvet Rapid má einnig leggja með öllum venjulegum múrdælum. Hreinsið verkfæri og vélar með vatni.

Þornunartími (við +20 °C, 50% rakastig) - YfirlögnHey’di Rett på Gulvet Rapid þolir venjulegan ágang eftir 2-4 klst. og má venjulega leggja á það flísar eftir h.u.b. 4. klst., en bera á membru eða leggja þétt gólfefni eftir sólarhring. Verjið útlagt efni gegn ofþornun með því að loka dyrum og gluggum og forðast þannig dragsúg. Hitalagnir má tengja h.u.b. 1 viku eftir að endanlegt gólefni er komið á.

EfnisþörfH.u.b. 1,7 kg af Hey’di Rett på Gulvet Rapid á fermetra fyrir hvern mm þykktar.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareiginleikar haldast í 9 mánuði frá framleiðsludegi.

SpÖRTLUN og aFRéTTINg

Page 26: Hey'di

Side 23. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:5 kg ..................................................... 24315 kg ................................................... 244

GTIN nr:5 kg ................................. 705415000243115 kg ............................... 7054150002448

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRÞrýstiþol: .............................25-30 N/mm2Beygjutogþol: ......................55-58 N/mm2

HEY'DI EXpRESS

HEY'DI HRað/ VIðgERðaRSpaRTLLýsingHey’di Hrað er sementsbundið, spennufrítt, hraðbindandi viðgerðarspartl til nota innan húss sem utan. Hey’di Hrað má leggja í þykkt á bilinu 1 til 50 mm.

NotkunarsviðHey’di Hrað er notað á undirlag úr steinste-ypu, múrhúð, leirflísum, steypuasfalt, spóna-plöt-um o.fl. áður en þakið er með gólfefni á borð við flísar e.þ.h. Efnið er gjarna notað til að leiðrétta gólfhalla, heilspartla gólf sem gólfefni á að koma á strax, gera við skemmdir í steinsteypu og múrhúð, endurnýja slitin þrep o.fl. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - undirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Hreinsa þarf alla sementshúð af yfirborðinu með vélvirkum hætti. Rakadrægt undirlag á borð við steinsteypu og múrhúð skal grunna með Hey’di KZ eða Hey’di Sérnotagrunni í hlutfallinu 1 hluti grunnur, 3 hlutar af vatni. Tré og spónaplötur skal grunna með óþynntum Hey’di KZ eða Hey’di Sérnotagrunni. Þegar spartla á slétta fleti sem eru ekki rakadrægir skal grunna með kústun; blandið þá Hey’di Hrað með 1 hluta af Hey’di KZ á móti 1 hluta af vatni og kústið underlagið nokkrum tímum fyrir spörtlun. Utanhúss þarf að forbleyta rakadrægt undirlag áður en kústað er. Grunnun fer venjulega fram daginn spörtlun. Ef grunnað er samdægurs er mikilvægt að ganga úr skugga um að grunnurinn hafi sogast niður í undirlagið áður en Hey’di Hrað er lagt á. Efnisþörf, grunnur: 1 lítri nægir á 8-12 fermetra.

BlöndunHellið fyrst hreinu vatni í blöndunarílátið, h.u.b. 1 lítra fyrir hver 5 kg, eða 3-3,2 lítrum fyrir hver 15 kg af Hey’di Hraði. Blandið efnið með borvél með þeytara. Hrærið í h.u.b. 2 mínútur þar til múrinn er laus við kekki. Eftir blöndun er múrinn nothæfur í h.u.b. 20 mínútur. Bætið ekki við vatni þegar efnið er tekið að harðna. Þegar kalt er í veðri verða pokarnir að hafa náð stofuhita áður en efnið er notað.

AðferðHey’di Hrað er borið á með spaða eða bretti. Hægt er að bera efnið á í þykkum lögum án þess að það sígi. Minnsta þykkt er 1 mm, en ef óskað er eftir þykku lagi, þ.e. þykkara en 50 mm, má blanda múrinn með allt að 25% af þurrum sandi, kornastærð 0-4 mm. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Þornunartími (við +20 °C) - YfirlögnNauðsynlegt er að slökkva á hitalögnum, ekki má hita rýmið og ekki má bæta við vatni eftir á. Hey’di Hrað þolir venjulegan ágang eftir h.u.b. 45 mínútur og má venjulega leggja á það eftir h.u.b. 2 klst.ATHUGIÐ! Hafa bera í huga að það ræðst af rakastigi undirlagsins hversu lengi þarf að bíða áður en gólfefni er límt yfir Hey’di Hrað. Á gólfum má mála Hey’di Hrað með hentugri gólfmálningu og nota sem endanlegt yfirborð.

Efnisþörf1,5 kg af Hey’di Hraði á fermetra fyrir hvern mm þykktar.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareigin-leikar haldast í 12 mánuði frá framleiðsludegi.

SpÖRTLUN og aFRéTTINg

Page 27: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 24

VörukóðarHey’di-vörunúmer:1 kg ..................................................... 2413,5 kg ................................................ 246110 kg ................................................... 248

GTIN nr:1 kg ................................. 70541500024173,5 kg .............................. 705415002461710 kg ............................... 7054150002486

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ......................... 1,4l/3,5 kgEfnisþörf: ...............................700 g/pr. m2Notkunartími ........................ h.u.b. 4 klst.

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

HEY'DI LETT REpp

HEY'DI LéTTSpaRTLLéttspartl til alhliða notkunarÁ hvers kyns undirlag innan húss sem utan

Lýsing - notkunarsviðHey’di Léttspartl er allsherjar viðgerðar- og spartlefni sem má nota á mjög fjölbreyttan hátt. Mjög auðvelt er að vinna með Hey’di Léttspartl, efnið hefur góða viðloðun og það má bera á í þykkum lögum án þess að hætta sé á sigi eða sprungum. Efnið má nota innan húss sem utan á hvers kyns undirlag, múrhúð, steinsteypu, tré og gips - veggi - gólf - þak. Það myndar góða festu fyrir skrúfur og nagla. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - undirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadrægt undirlag á borð við steinsteypu og múrhúð þarf að forbleyta, viðkvæmt undirlag skal grunna með Hey’di KZ eða Hey’di Sérnotagrunni sem blandaður hefur verið með vatni í hlutfallinu 1:3. Spónaplötur og undirlag úr tré skal grunna með óblönduðum Hey’di KZ til að tryggja sem besta viðloðun.

Blöndun - aðferðHellið fyrst hreinu vatni í blöndunarílátið, h.u.b. 1,4 lítrum fyrir hver 3,5 kg af Hey’di Léttspartli. Blandið efnið með borvél með þeytara eða í höndunum. Hrærið í h.u.b. 2 mínútur þar til blandan er laus við kekki. Ef óskað er eftir þéttari blöndu skal nota minna vatn. Eftir blöndun er múrinn nothæfur í h.u.b. 4 klst.; bætið ekki við vatni þegar efnið er tekið að harðna. Hey’di Léttspartl er borið á með spaða, bretti eða múrskeið. Fallegasta áferðin næst með stálspaða. Efnið má bera á í þunnu lagi, t.d. á samskeytum, en einnig í þykku lagi, allt að 6-8 cm, án þess að hætta sé á sigi eða sprungum. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Þornunartími (við +20 °C)2 mm þykkt lag þornar á h.u.b. 2 klst. en þykkari lög á allt að sólarhring. Slípa skal þegar efnið hefur þornað.

EfnisþörfH.u.b. 700 g af Hey’di Léttspartli á fermetra fyrir hvern mm þykktar. 3,5 kg af blönduðu efni samsvara h.u.b. 5 lítrum.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareigin-leikar haldast í 2 ár frá framleiðsludegi.

SpÖRTLUN og aFRéTTINg

Page 28: Hey'di

Side 25. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:3,5 kg .................................................. 1916,6 kg .................................................. 19315 kg ................................................... 192

GTIN nr:3,5 kg .............................. 70541500019156,6 kg .............................. 705415000193915 kg ............................... 7054150001922

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRBlöndunarhlutfall: .................A/B= 1,1/2,5Efnisþörf: ................................. 2-4 kg/m²Mesta kornastærð: ......................... 0,3 mmViðloðun við grunnaða steinsteypu: .......... .................................................. > 1,5 MPaNotkunartími .........................h.u.b. 2 klst.Rakaflæðishæfni ................. Sd=1,8 m/2 kgCO2-vörn: .........................90% reduksjonÞéttleiki: ....................................VatnsþoliðÖldrunarþol: ...............................................................Mjög mikið við hraðaða öldrunFrostþol: ..................................Mjög mikið

HEY'DI SEmTETT

HEY'DI SEmTETT LýsingHey’di Semtett er tvíþátta sementsbundið efni til yfirborðsmeðhöndlunar á hvers kyns múr- og steinsteypuvirkjum. Hey’di Semtett er vatnshelt, rakaflæðisopið og teygjanlegt, einn-ig í frosti allt niður í -25°C. Hey’di Semtett hamlar upptöku klóríða og koltvísýrings og hindrar þannig tæringu steypustyrktarjárns.

NotkunarsviðYfirborðsmeðhöndlun og þétting á stein-ste-ypu- og múrvirkjum, útveggjum, kjöllurum og sökklum, brúum, veröndum, svölum o.fl., þétting á mótum þar sem hreyfing getur átt sér stað, milli grunns og múrverks, veggjar og klæðningar og þess háttar. ATHUGIÐ! Skilyrði fyrir því að nota megi efnið á verandir er að þar sé vatnshalli, a.m.k. 1:100, og á stórum veröndum verður að vera afrennsli/niðurfall. Æskilegt er að hiti sé á bil-inu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarks-hiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

ForvinnaFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadræga múrhúðaða og stein-steypta fleti skal forbleyta, en vatn má ekki liggja á yfirborðinu þegar Hey’di Semtett er borið á.

Blöndun - aðferðHey’di Semtett er selt sem tvíþátta efni, vökvi og duft. Hellið vökvanum í blöndunarílát og bætið duftinu við meðan hrært er. Lítið magn má hræra í höndunum en stærri skammta skal blanda með borvél með þeytara eða múrþeytara. Hrærið í h.u.b. 2 mínútur þar til blandan hefur jafna áferð og er laus við kekki. Bæta má örlitlu vatni í blönduna til að gera hana hæfilega þykka, mest 3 dl fyrir heila pakkningu. Efnið er borið á í a.m.k. tveimur umferðum með rúllu, stórum kústi, bretti eða sprautu. Síðari umferðin er borin á þegar efn-ið er orðið snertiþurrt eftir fyrstu umferðina, að nokkrum klst. liðnum eða daginn eftir, og þá jafnan þvert á fyrsta lagið.

Heppilegast er að styrkja raufar og samskeyti með styrktarborða frá Hey’di (Armerings-remse) sem er lagður ofan í efnið þegar fyrsta umferð er borin á. Eftir blöndun er múrinn nothæfur í h.u.b. 1 klst. Ef efnið er ekki notað allt í einu er blöndunarhlutfallið eftir þyngd 2,2 kg af vökva fyrir hver 5 kg af dufti. Forðist að bera Hey’di Semtett á heitan múr eða í sterku sólskini. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Eftirvinna - yfirlögnEftir meðhöndlun verður að verja flötinn gegn regni í a.m.k. 1 sólarhring. Hey’di Semtett þarf ekki að verja sérstaklega en efnið dugar þó ekki sem slitflötur. Ef gera má ráð fyrir meira álagi en sem nemur því að stöku sinnum sé gengið yfir flötinn er heppilegast að þekja hann með flísum eða timbri. Á útveggjum má þekja Hey’di Semtett með kústunarefni frá Hey’di.

Efnisþörf1-2 kg á fermetra fyrir hverja umferð. Mest skal bera á 2 kg í einni umferð.Nota skal a.m.k. 3 kg á fermetra.

Þornunartími5 klst. til 1 sólarhringur eftir hita og gerð undirlags. Litafrávik geta komið fram þegar yfirborðið þornar þar sem bindiefnið í vörunni inniheldur sement sem getur orðið fyrir áhrifum frá undirlaginu og veðurskil-yrðum meðan á vinnu stendur og síðar.

GeymsluþolGeymist allt að 2 árum á þurrum og frostfríum stað.

mEmbRUR

Page 29: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 26

VörukóðarHey’di-vörunúmer:1 kg ..................................................... 7426 kg ..................................................... 77015 kg ................................................... 771

GTIN nr:1 kg ................................. 70541500074296 kg ................................. 705415000770215 kg ............................... 7054150007719

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

HEY'DI k10

HEY'DI k10LýsingHey’di K10 er fljótandi membra sem er notuð til að rakaeinangra gólf og veggi í votrýmum fyrir flísalögn. Hey’di K10 er vatnshelt, heldur teygjanleika sínum og getur jafnað út hreyfingar í undirlaginu. Hey’di K10 har hlotið viðurkenn-ingu rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í Noregi (Teknisk Godkjenning nr. 2060 fra Sintef Byggforsk) og fagráðs fyrir votrými (godkjenning 002/96 fra Fagrådet for våtrom).

NotkunarsviðHey’di K10 má nota á undirlag á borð svið stein-steypu og múrhúð, gips-, sements- eða kalsínsíli-katplötur, svo og léttplötur með einangrunarkjarna. Lágmarkshiti við notkun er +10°C og á það einnig við um undirlagið. Undirlagið verður að vera þurrt áður en efnið er borið á.

ForvinnaFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadrægt undirlag skal grunnað með Hey’di Rakavörn eða Hey’di KZ sem þynnt hefur verið með vatni í hlutfallinu 1:3, en undirlag úr tré með óþynntum grunni.

AðferðHeppilegast er að bera Hey’di K10 á með mál-ningarrúllu með löngum hárum, en í hornum og kverkum þarf einnig pensil. Berið Hey’di K10 á í allþykku lagi. Sjá myndbandið „Video membranpå-føring“ á www.heydi.no. Erfitt er að hreinsa áhöld eftir notkun; þó má nota vatn.

VeggirÁ veggi þarf að bera á a.m.k. tvær umferðir af Hey’di K10. Á samskeytum, í hornum og í kverkum þar sem gólf og veggur mætast skal nota öryggisborða frá Hey’di. Berið fyrst á allþykkt lag af Hey’di K10 og leggið öryggisborðann ofan í vott efnið. Síðan þarf að bera að minnsta kosti tveir umferðir af Hey’di K10 á allan veggflötinn. Fyrsta umferðin þarf að vera rykþurr áður en meira er borið á (það gerist venjulega eftir 3-4 klst.). Til þess að gera rakavarnarlagið nægilega þykkt með auð-veldum hætti má einnig nota á vegginn öryggisdúk frá Hey’di á þann hátt að fyrst eru tvær umferðir bornar á í kross með rúllu, í þykkum lögum „vott í vott“, dúkurinn síðan lagður yfir vott efnið og séð til þess að hann leggist vel að með því að þrýsta honum niður með málararúllu eða bretti (ekki úr stáli) sem skafið hefur verið af. Að lokum eru tvær umferðir til viðbótar bornar á „vott í vott“.

ÚtveggirÞegar veggur í votrými snýr að útvegg eða óupp-hituðu rými er sérstaklega mikilvægt að nota nægilega mikið af efninu til að tryggja fullnægjandi rakavörn, sjá „Efnisþörf“. Sjáið til þess að ekki sé plastfilma/rakavörn milli einangrunar og veggja-klæðn-ingar.

Gólf.Kverkar þar sem gólf og veggur mætast skal undirbúa eins og lýst er í „Veggir“. Berið Hey’di K10 á h.u.b. 1 metra breiðan flöt af gólfinu í einu og rúllið öryggisdúknum jafnóðum út í vott efnið. Þrýstið dúknum ofan í efnið eins og lýst er hér á undan til þess að hann leggist vel að og dragi í sig nægilega mikið af Hey’di K10. Síðari umferðin er borin á tafarlaust í nægilegu magni til að öryggisdúk-urinn mettist fyllilega. Ljúkið við að bera á gólfið með sama hætti og hafi ekki verið notað nægilega mikið af efninu skal bera á fleiri umferðir.

NiðurföllFjarlægið þéttihringinn úr niðurfallinu. Komið fyrir hentugum kraga („Hey’di Universalmansjett“ eða „Hey’di Slukmansjett“), sjá viðeigandi notkunar-leiðbeiningar í bæklingnum „Hey’di Med Lim & Lyst“ eða á www.heydi.no. Ef kragi er ekki notaður má leggja Hey’di K10 og öryggisdúkinn yfir niðurfallið líka. Berið Hey’di K10 neðan á dúkinn áður en hann er lagður yfir niðurfallið og mettið dúkinn ofan frá. Daginn eftir er skorið úr fyrir niðurfallinu og Hey’di K10 borið á dúkinn báðum megin áður en hann er festur með þéttihringnum. Notið viðeigandi framlengingu á niðurfallið þegar nauðsynlegt er að lyfta því til að fá það í rétta hæð miðað við gólfflötinn.

Frágangur í kringum rörNotið rörakraga („Hey’di Rørmansjett“) með forsniðnu gati fyrir rör (fáanlegt fyrir mismunandi þvermál), þræðið hann upp á rörið og berið Hey’di K10 á bæði undir og yfir kraganum; sjáið til þess að ekki sé of mikið af efninu þar sem gúmlistinn á kraganum á að falla að rörinu. Ef ekki er unnt að nálgast rörakraga frá Hey’di má klippa hæfilega stóran bita af öryggisborða, sníða á hann gat sem er heldur minna en sem nemur þvermáli rörsins, þræða hann upp á rörið og þekja hann með Hey’di K10.

EfnisþörfGólf og veggir sem snúa að upphituðu rými. Lágmarksþörf til að fullnægja Evrópureglum um tæknisamþykki ETAG 022: 1,9 kg á fermetra - þannig fæst 1 mm þykkt lag eftir þornun.

Útveggir og veggir sem snúa að óupphituðu rýmiHér nægja 1,9 kg á fermetra einnig til að tryggja fullnægjandi rakavörn - Sd-gildi > 10 metrar.ATHUGIÐ! Gangið ævinlega úr skugga um að borið hafi verið á tilgreint magn á fermetra.

Þornunartími12 til 24 klst. eftir hita og loftraka. Í flestum til-vikum getur flísalögn hafist 12-24 klst. eftir að Hey’di K10 var borið á.

GeymsluþolGeymist allt að 1 ári á þurrum og frostfríum stað (yfir +5°C). Varan er ekki merkingarskyld.Geymist þar sem börn ná ekki til.

mEmbRUR

Page 30: Hey'di

Side 27. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:1 kg ................................................... 64126 kg ................................................... 6413

GTIN nr:1 kg ................................. 70541500641256 kg ................................. 7054150064132

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI DampSpERRE

HEY'DI RakaVÖRNPlastdreifilausn til vatns- og rakavarnar í veggjum votrýma.

Lýsing - NotkunarsviðHey’di Rakavörn er plastdreifilausn sem tryggir fullnægjandi vörn gegn raka í þurrum hluta veggja í votrýmum sem eru útveggir eða snúa að óupphituðum rýmum. Hey’di Rakavörn er notuð annaðhvort ein og sér eða ásamt Hey’di K10 membru, áður en leirflísar eru lagðar. Hey’di Rakavörn er notuð á rakadrægt undirlag á borð við steinsteypu, múrhúð, gips, léttplötur með sementsyfir-borði o.fl. Lágmarkshiti við notkun er +10°C.

ForvinnaFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk o.þ.h. Áður en Hey’di Rakavörn er borin á verður að verja plötuskil með Hey’di K10 membru ásamt viðeigandi þéttiborða frá Hey’di (annaðhvort „Sikkerhetsremse“ eða „Flexremse SK“).

AðferðHey’di Rakavörn er borin á óþynnt með rúllu eða pensli. Ef borið er á í fleiri en einni umferð verður efnið að vera orðið snertiþurrt áður en næsta umferð er borin á.Áhöld eru hreinsuð með vatni.

EfnisþörfA.m.k. 200 g á fermetra til þess að fullnægja gildandi kröfum um rakaþéttleika sem nemur 10 Sd-metrum, þ.e. 1 kg nægir á 5 fermetra.

Þornunartími30-60 mínútur eftir hita og loftraka.

GeymsluþolGeymist á þurrum og frostfríum stað (við hita yfir +5 °C).

Umbúðir1 kg dós og 6 kg fata.

Geymist þar sem börn ná ekki til.

Nánari upplýsingar er að finna á www.heydi.no

mEmbRUR

Page 31: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 28

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

HEY'DI aQUa bLoCkER

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsgufuvörn: .......................... Sd = 6,5 m

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 277GTIN nr: ........................ 7054150002776

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI aQUa bLoCkER Hey’di Aqua Blocker er mjög teygjanlegt rakaþéttiefni sem nota má á flestar tegundir af yfirborði: steinsteypu, múraða fleti, þakpappa (ekki skífur), málma, tré o.fl.

LýsingHey’di Aqua Blocker er leysiefnalaust, afar teygjanlegt rakaþéttiefni sem er byggt á MS-Polymer fjölliðuefni og nota má á flestar tegundir af yfirborði, þ.e. steinsteypu, múraða fleti, þakpappa (ekki skífur), málma, tré o.fl. Efnið má bera á raka fleti og það nýtist til að loka sprungum allt að 5 mm. Hey’di Aqua Blocker er selt í tveimur gerðum, sem mauk og fljótandi. Litur grár.

NotkunarsviðÞök, sökklar, verandir, kverkar, kantar, þakrennur o.fl. Sökklar og steinsteypuvirki sem eru undir miklu álagi vegna grunnvatns. Hiti undirlags verður að vera minnst +5 °C, en þéttimassinn sjálfur verður að vera við stofuhita þegar hann er borinn á.* (á úthlið veggja; til lekaþéttingar innanfrá eru notuð sementsbundin rakaþéttikerfi frá Hey’di).

ForvinnaFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Ekki skal grunna áður en borið er á.

AðferðEfnið er borið á með snögghærðri málningar-rúllu eða kústi/pensli í tveimur umferðum. Efnið þarf að þorna milli umferða, en það tekur venjulega 4-6 klukkustundir. Aqua Blocker í fljótandi formi má einnig bera á með tenntum spaða fyrir flotefni. Raufar og samskeyti skal styrkja með styrktarborða frá Hey’di (Armeringsremse) áður en fyrri umferðin er borin á. Á flötum þökum þarf að styrkja yfirborðið með styrktardúk frá Hey’di (Armeringsduk) áður en fyrri umferðin er borin á. Áhöld úr málmi má hreinsa með þynni. Erfitt er að hreinsa kústa og rúllur eftir notkun.

Eftirvinna - YfirlögnHey’di Aqua Blocker þarf ekki að verja sérs-tak-lega en efnið dugar þó ekki sem slitflötur. Verja þarf efnið gegn regni fyrstu 3-5 tímana eftir að það er borið á. Til þess að komast hjá límkenndu yfirborði má bera á þunnt aukalag sem dreift er fyrir sandi þar til það mettast.

EfnisþörfEfnisþörf í tvær umferðir er a.m.k. 2,3 kg á fermetra - myndar h.u.b. 1,5 mm þykkt lag (Sd-gildi 6,5).

ÞornunartímiEfnið þornar í gegn á h.u.b. 1 sólarhring við 15°C.

GeymsluþolGeymist allt að 1 ári á þurrum og frostfríum stað.

mEmbRUR

Page 32: Hey'di

Side 29. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:2 kg ..................................................... 6077,5 kg .................................................. 611

GTIN nr:2 kg ................................. 70541500063307,5 kg .............................. 7054150006118

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI UNIFLEX

HEY'DI UNIFLEXLímmauk til flísalagningar á gólfi og veggjum

LýsingHey’di Uniflex er akrýlbundið límmauk til flísalagningar, tilbúið til notkunar, sem skilar góðri viðloðun og miklum teygjanleika.

NotkunarsviðLagning leirflísa og mósaíkflísa á undirlag úr steinsteypu, múrhúð, gips- og spónaplötum o.fl. Efnið má nota bæði á veggi og gólf, þó ekki í votrýmum. Lágmarkshiti við notkun er +6°C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - UndirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Rakadrægt undirlag á borð við steinsteypu og múrhúð skal grunna með múríblöndunarefninu Hey’di KZ í hlutfallinu 1 hluti af Hey’di KZ á móti þremur hlutum af vatni, eða með Hey’di Sérnotagrunni. Flísalímið má bera á þegar grunnurinn hefur sogast niður í undirlagið. Efnisþörf, Hey’di KZ eða Hey’di Sérnotagrunnur: 1 lítri nægir á h.u.b. 8-12 fermetra.

AðferðHey’di Uniflex er borið á undirlagið með sléttu brúninni á tannspaðanum og tennta brúnin síðan dregin í gegnum efnið. Haldið spaðanum þannig að hann myndi 75°-90° horn við flötinn til þess að tryggja að hæfilega mikið af lími sé notað. ATHUGIÐ! Stærð flísanna og neðra borð þeirra, ásamt gerð undirlagsins, ræður því hversu gróftenntan spaða ber að nota. Þrýstið flísunum inn í límið með snúningshreyfingu til þess að þær nái góðri snertingu við límið. Lyftið einni flís af öðru hvoru til að ganga úr skugga um að neðra borð hennar sé alþakið lími. Berið ekki lím á stærri flöt en svo að tími gefist til að leggja flísarnar áður en límið harðnar á yfirborðinu. Venjulega þarf að leggja flísarnar innan h.u.b. 20 mínútna; það ræðst þó af hita, loftraka og gerð undirlags. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Efnisþörf2-4 kg á fermetra eftir því hversu gróftenntur spaði er notaður.

Þornunartími (við 20 ºC) - FúgunEkki má ganga á gólfi fyrstu 24 klst. Venju-lega má hefja fúgun eftir einn sólarhring; það ræðst þó af hita, loftraka og gerð undirlags. Við fúgun er æskilegt að nota „Multifug“ eða „Klinkerfug“ frá Hey’di.

GeymsluþolGeymist á þurrum og frostfríum stað.

Athugið! Þolir ekki frost!

Æskilegt er að lesa bæklinginn „Hey’di med Lim&Lyst“ til að nálgast mikilvægar upplýs-ingar um undirlag, flísalögn, öruggar lausnir fyrir votrými o.s.frv. áður en flísavinnan hefst.

FLíSaLím

Page 33: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 30

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:5 kg ..................................................... 61215 kg ................................................... 613

GTIN nr:5 kg ................................. 705415000635415 kg ............................... 7054150006385

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ..................... 1,3-1,5 l/5 kgNotkunartími: .............................. 2-3 klst.Viðloðun við grunnaða steinsteypu: ........................................................... 1,1N/mm2

HEY'DI SEmFIX

HEY'DI SEmFIXSementsbundið hvítt flísalím. Teygjanlegt - vatnshelt - frostþolið

LýsingHey’di Semfix er hvítt, sementsbundið, plast-styrkt flísalím sem harðnar eftir blöndun með vatni og myndar vatnshelda og frostþolna límfúgu með góðri viðloðun og miklum teygjanleika.

NotkunarsviðLagning leirflísa og náttúrusteins á stein-steypu, múrhúð, gipsplötur, gamlar flísar og annað stöðugt undirlag. Efnið má nota bæði á veggi og gólf, í sundlaugum, kælirýmum og á öðrum stöðum þar sem límið þarf að standast miklar kröfur. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - UndirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Hreinsa þarf alla sementshúð af yfirborðinu með vélvirkum hætti. Rakadrægt undirlag á borð við steinsteypu og múrhúð skal grunna með Hey’di Sérnotagrunni eða Hey’di KZ í hlutfallinu 1 hluti grunnur, 3 hlutar af vatni. Flísalímið má bera á þegar grunnurinn hefur sogast niður í undirlagið og er orðinn snertiþurr. Efnisþörf grunnur: 1 lítri þekur h.u.b. 8-12 fermetra.

BlöndunHey’di Semfix er blandað með h.u.b. 1,3-1,5 lítrum af vatni fyrir hver 5 kg af dufti. Notið helst borvél með þeytara. Hrærið í 2-3 mínútur þar til efnið er laust við kekki. Látið flísalímið standa í h.u.b. 5 mínútur, hrærið þá á ný og jafnið eftir þörfum með vatni til að ná æskilegum þéttleika. Hey’di Semfix er nú tilbúið til notkunar og þarf að nota efnið innan 2-3 klst. Bætið ekki við vatni þegar efnið er tekið að harðna.

AðferðHey’di Semfix er borið á með tenntum spaða. Berið ekki lím á stærri flöt en svo að tími gefist til að leggja flísarnar áður en límið harðn-ar á yfirborðinu. Venjulega þarf að leggja flísarnar innan h.u.b. 20 mínútna; það ræðst þó af hita, loftraka og gerð undirlags. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Þornunartími (við +20 °C) - FúgunEkki má ganga á gólfi fyrstu 24 klst. Venju-lega má hefja fúgun eftir einn sólarhring. Á veggjum má hefja fúgun eftir h.u.b. 12 klst. Tíminn, sem líða þarf milli límingar og fúgunar, er breytilegur eftir gerð undirlags og rakadrægni flísanna.

Efnisþörf2-4 kg á fermetra eftir því hversu gróftenntur spaði er notaður.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareiginleikar haldast í 2 ár frá framleiðsludegi.

FLíSaLím

Page 34: Hey'di

Side 31. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:5 kg ..................................................... 64315 kg ................................................... 644

GTIN nr:5 kg ................................. 705415000643915 kg ............................... 7054150006446

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ........................... 1,3 l/5 kgNotkunartími: .............................. 2-3 klst.Viðloðun við grunnaða steinsteypu: ........................................................... 1,1N/mm2

HEY'DI pRoFF

HEY'DI pRoFFSementsbundið grátt flísalím til notkunar á gólfi og veggjum. Vatnshelt - frostþolið

LýsingHey’di Proff er grátt, sementsbundið, plast-styrkt flísalím sem harðnar eftir blöndun með vatni og myndar vatnshelda og frostþolna límfúgu.

NotkunarsviðLagning leirflísa og náttúrusteins á stein-steypu, múrhúð, gipsplötur, gamlar flísar og annað stöðugt undirlag. Efnið má nota bæði á veggi og gólf. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - UndirlagFlöturinn verður að vera laus við agnir, ryk, fitu o.þ.h. Hreinsa þarf alla sementshúð af yfirborðinu með vélvirkum hætti. Rakadrægt undirlag á borð við steinsteypu og múrhúð skal grunna með Hey’di Sérnotagrunni eða Hey’di KZ í hlutfallinu 1 hluti grunnur, 3 hlutar af vatni. Flísalímið má bera á þegar grunnurinn hefur sogast niður í undirlagið og er orðinn snertiþurr. Efnisþörf, grunnur: 1 lítri nægir á h.u.b. 8-12 fermetra.

BlöndunHey’di Proff er blandað með h.u.b. 1,3 lítrum af vatni fyrir hver 5 kg af dufti. Notið helst borvél með þeytara. Hrærið í 2-3 mínútur þar til efnið er laust við kekki. Látið flísalímið standa í h.u.b. 5 mínútur, hrærið þá á ný og jafnið eftir þörfum með vatni til að ná æskilegum þéttleika. Hey’di Proff er nú tilbúið til notkunar og þarf að nota efnið innan 2-3 klst. Bætið ekki við vatni þegar efnið er tekið að harðna.

AðferðHey’di Proff er borið á með tenntum spaða. Berið ekki lím á stærri flöt en svo að tími gefist til að leggja flísarnar áður en límið harðnar á yfirborðinu. Venjulega þarf að leggja flísarnar innan h.u.b. 20 mínútna; þetta fer þó eftir hita, loftraka og gerð undirlags. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Þornunartími (við +20 °C) - FúgunEkki má ganga á gólfi fyrstu 24 klst. Venjulega má hefja fúgun eftir einn sólarhring. Á veggjum má hefja fúgun eftir h.u.b. 12 klst. Tíminn, sem líða þarf milli límingar og fúgunar, er breytilegur eftir gerð undirlags og rakadrægni flísanna.

Efnisþörf2-4 kg á fermetra eftir grófleika tannanna.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareiginleikar haldast í 2 ár frá framleiðsludegi.

FLíSaLím

Page 35: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 32

VörukóðarHey’di-vörunúmer:Hvítt 1,5 kg ........................................ 653Hvítt 5 kg ........................................... 667Ljósgrátt 1,5 kg ................................... 654Ljósgrátt 5 kg ...................................... 663Grátt 1,5 kg......................................... 655Grátt 5 kg............................................ 664Kók 1,5 kg .......................................... 656Kók 5 kg ............................................. 665Beinhvítur 1,5 kg ................................ 657Beinhvítur 5 kg ................................... 666

GTIN nr:Hvítt 1,5 kg .................... 7054150006538Hvítt 5 kg ....................... 7054150006675Ljósgrátt 1,5 kg ............... 7054150006545Ljósgrátt 5 kg .................. 7054150006637Grátt 1,5 kg..................... 7054150006552Grátt 5 kg........................ 7054150006644Kók 1,5 kg ...................... 7054150006569Kók 5 kg ......................... 7054150006651Beinhvítur 1,5 kg ............ 7054150006576Beinhvítur 5 kg ............... 7054150006699

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran inniheldur sement sem eftir blöndun með vatni verkar ætandi á húð svo og slím-himnur í augum, nefi og koki. Lesið ávallt viðvörunarorðin á umbúðunum áður en vinnan hefst.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

TækNILEgaR UppLÝSINgaRVatnsíblöndun: ........................... 0,2 l/1 kgEfnisþörf: .......................... 0,3-1 kg/pr. m2Notkunartími ............................... 1-2 klst.

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

HEY'DI mULTIFUg

HEY'DI FJÖLNoTaFúgaSementsbundið fúgunarefni til fúgunar á leirflísum, mósaíkflísum og klinkum á gólfi og veggjum. Fúgubreidd á bilinu 3-12 mm. Vatnshelt - frostþolið

Lýsing - notkunarsviðHey’di Fjölnotafúga er sementsbundið fúgunarefni sem er notað til fúgunar á leirflísum, mósaíkflísum og klinkum á gólfi og veggjum. Æskilegt er að hiti sé á bilinu +10 °C til +20 °C við notkun. Lágmarkshiti við notkun er +6 °C og á það einnig við um undirlagið.

Forvinna - undirlagSlökkvið á öllum hitagjöfum í herberginu áður en vinnan er hafin. Gólfhita þarf að taka af með góðum fyrirvara áður en líming og fúgun hefst. Vatn má ekki sjást í fúgunum.

BlöndunBlandið Hey’di Fjölnotafúgu með 0,22 lítrum af hreinu vatni fyrir hvert 1 kg af dufti. Notið helst borvél með þeytara. Hrærið í 2-3 mínútur þar til efnið er laust við kekki. Látið efnið standa í h.u.b. 5 mínútur, bætið þá við örlitlu vatni ef þurfa þykir og hrærið aftur. Hey’di Fjölnotafúga er nú tilbúin til notkunar og þarf að nota hana innan 1-2 klst.

AðferðHey’di Fjölnotafúga er borin á með gúmspaða eða fúgubretti. Berið efnið á skáhallt og sjáið til þess að allar fúgurnar fyllist. Hitinn í herberginu ræður því hversu stórt svæði er unnt að fúgufylla í einu og því er best að byrja á litlum fleti. Þrif geta hafist þegar efnið er byrjað að storkna, venjulega eftir 20-30 mínútur. Athugið að rakadrægni flísanna hefur einnig áhrif á hvenær þrifin geta hafist. Notið rakan svampkubb og þurrkið burtu alla umframfúgu. Beitið ekki svo miklum þrýstingi að fúgan leiti upp og skolið oft úr svampinum. Á veggjum skal vinna ofan frá og niður. Þegar flísayfirborðið er orðið þurrt skal fága það með þurrum, mjúkum klút eða hreinsipúða þar til flísarnar eru hreinar og fúgurnar jafnar.

ATHUGIÐ! Heppilegast er að nota efni með sama framleiðslunúmer og úr sömu pakkn-inga-stærð á einn og sama samfelldan flöt. Mismunandi rakadrægni flísa og undirlags, breytilegt vatnsmagn og ójöfn þornun getur valdið litafrávikum. Áhöld eru hreinsuð með vatni.

Forvinna - ÞornunartímiForðist dragsúg í rýminu fyrsta sólarhringinn. Fúguleifar á yfirborðinu má fjarlægja með Hey’di Klinkuhreinsi, þó ekki fyrr en 1 sólarhring eftir fúgun. Óglerjaðar flísar og klinkur skal yfirborðsmeðhöndla með Hey’di Klinkuolíu og Hey’di Klinkusápu. Gólf þolir venjulega ágang daginn eftir fúgun.

Efnisþörf0,3-1 kg á fermetra eftir fúgubreidd/fúgudýpt og flísastærð.

GeymsluþolGeymist á þurrum stað. Bestu notkunareiginleikar haldast í 2 ár frá framleiðsludegi.

FúgUNaREFNI

Page 36: Hey'di

Side 33. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran er ekki merkingarskyld.Geymist þar sem börn ná ekki til.Inniheldur 2-bútanonoxím. Getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer:Hvítt: ............................................ 637100Ljósgrátt: ....................................... 637115Grátt: ............................................ 637120Kók: .............................................. 637123Beinhvítur: .................................... 637132

GTIN nr:Hvítt: .............................. 7054151006377Ljósgrátt: ......................... 7054151156379Grátt: .............................. 7054151206371Kók: ................................ 7054151236378Beinhvítur: ...................... 7054151326376

HEY'DI SILIkoN

HEY'DI SíLIkoNTeygjanlegt fúgunarefni fyrir votrými

LýsingHey’di Sílikon er mjög teygjanlegt, einþátta fúgunarefni fyrir votrými. Vatnshelt og hitaþolið og inniheldur sveppadrepandi efni. Efnið harðnar fyrir tilstuðlan loftrakans.

NotkunarsviðHey’di Sílikon er notað í votrýmum til að jafna út hreyfingar milli flísa og annarra efna í kverkum þar sem gólf/veggir/þak mætast, í hornum og í kringum rör. Hey’di Sílikon á ekki að nota í fiskabúrum.

ForvinnaYfirborðið verður að vera hreint og þurrt til þess að sem best viðloðun náist. Til fituhreinsunar má nota aseton e.þ.h.

Aðferð - hitiEfnið er borið á með kíttisbyssu með jafnri, líðandi hreyfingu. Slétta skal tafarlaust með fúguspaða sem er bleyttur öðru hvoru í sápuvatni, eða með sérstökum sílikonspaða frá Hey’di. Hiti verður að vera a.m.k. +5 °C. Himna myndast á efninu á 5-15 mínútum eftir lofthita. Efnið harðnar til fulls á 1-2 sólarhringum við stofuhita. Til þess að ná fallegri áferð má notast við límband beggja vegna við fúguna. Límbandið verður að fjarlægja um leið og efnið hefur verið dregið á.

ÞrifÓharðnað efni má fjarlægja með asetoni en harðnað efni verður að skafa af. Varist snert-ingu við húð og augu.

GeymsluþolGeymist á þurrum og köldum stað. Geymsluþol er 1 ár frá framleiðsludegi.

FúgUNaREFNI

Page 37: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 34

Síðast endurskoðað: 29.03.12

HEY'DI QR-mERkINotið netið eða farsímann til að skoða notkunarleiðbeiningar fyrir vörurnar okkar og sækja upplýsingablöð fyrir vörur og öryggisblöð.

VörukóðarHey’di-vörunúmer: .............................. 201GTIN nr: ........................ 7054150000185

Hollustuhættir á vinnustað/varúðarráðstafanirVaran ber merkingarnar „Ætandi“ og „Getur valdið heilsutjóni“.Lesið viðvörunarorðin á umbúðunum.

HEY'DI TRoLLkRaFT

HEY'DI JÖTUNTakSprengisement sem sprengir berg og steinsteypu

Lýsing og eiginleikarHey’di Jötuntak er sérstakt sement sem þenst út við blöndun með vatni og myndar gríðarlegan þrýsting - allt að 9000 tonnum á fermetra - og gerir þannig kleift að sprengja upp og mylja berg og steinsteypu á hljóðlausan og öruggan hátt. Hey’di Jötuntak myndar ekki lofttegundir og er hættulaust þegar það er notað rétt.

NotkunarsviðHey’di Jötuntak má nota innan húss sem utan, í lokuðum rýmum, í vatni og hvarvetna þar sem aðstæður eru þess eðlis að æskilegt er að forðast notkun dínamíts eða stórvirkra vinnuvéla.

HitiHiti þess sem á að sprengja þarf að vera á bilinu 0 til +20°C. Hitinn í holunum má ekki vera meiri en +20°C. Hærri hiti en svo getur valdið því að efnið þeytist út af miklu afli, og því ber að forðast að nota Hey’di Jötuntak þegar heitt er í veðri og mikið sólskin. Ef ekki er unnt að fresta verkinu verður að kæla holurnar með köldu vatni. Vatnið er fjarlægt áður en efninu er hellt í holurnar.

BlöndunHey’di Jötuntak er blandað með köldu vatni - hellið vatninu fyrst í blöndunarílátið. ATHUGIÐ! Vatnið má ekki vera heitara en +15°C. Notið á bilinu 24% til 28% vatn, þ.e. 6-7 dl fyrir 2,5 kg pakkningu og 1,2-1,4 lítra fyrir 5 kg pakkningu. Blandið ekki meira en 5 kg í einu.

Notið borvél með þeytara til að hræra blönduna þar til efnið hefur jafna áferð og er þunnfljótandi; hræra þarf í 2 mínútur. Efnið virðist þurrt þegar byrjað er að hræra; BÆTIÐ EKKI VIÐ VATNI – efnið verður þunnfljótandi eftir því sem hrært er. Blandað efni skal notað án tafar.

AðferðHellið þunnfljótandi múrblöndunni í holurnar gegnum trekt eða beint úr blöndunarílátinu. Holurnar skal ávallt fylla algerlega. Breiðið yfir holurnar til að verja þær gegn regni og sólskini; hið síðarnefnda er nauðsynlegt til að hindra að efnið þeytist út úr holunum vegna hitamyndunar. Ef vatn er í borholunum má stinga í þær þunnri fjöl-etýlen-slöngu með sama þvermáli og fylla hana síðan með Hey’di Jötuntaki. Gætið þess að binda fyrir endann á slöngunni. Önnur aðferð er að nota stinna slöngu, t.d. grófa garðslöngu, og fylla holurnar frá botninum þannig að vatnið í borholunni þrýstist upp eftir því sem holan fyllist. Gömul steinsteypa er oft svo þurr að vatnið í Hey’di Jötuntaki sogast upp áður en efnið nær að harðna. Við þær aðstæður skal einnig nota fjöletýlenslöngu; önnur leið er að fylla holurnar fyrst af vatni, láta það standa í nokkrar klukkustundir og blása það svo burt eða nota ofangreinda aðferð.

VerkunartímiEftir að holurnar hafa verið fylltar af Hey’di Jötun-taki sprengir efnið út frá sér á nokkrum klukku-stund-um eða allt að nokkrum sólarhringum og ræðst það af lofthita, holuþvermáli, fjölda holna og

styrk efnisins sem er sprengt. Fullharðnað er Hey’di Jötuntak líkast dufti.

Efnisþörf á hvern lengdarmetra af holum (h.u.b.)ø 25mm: 0,85-0,9 kgø 30mm: 1,25-1,5 kgø 40mm: 2,20-2,25 kg

ForvinnaHolurnar eru boraðar með öflugri rafmagnsborvél eða loftbor. Heppilegasta þvermál er 25-40 mm og ekki skal bora víðari holur en 45 mm. Því stærri sem holurnar eru þeim mun meiri verður sprengi-krafturinn. Bil milli holna á að vera 5-10 sinnum meira en holuþvermálið, þ.e. á bilinu 15-40 cm. Fjarlægð milli ystu holu og brúnar á að vera helm-ingur af bilinu milli tveggja holna. Dýpt hverrar holu þarf að vera a.m.k. 75% af heildarhæðinni þegar sprengja á laus björg eða steypublokkir. Minnsta holudýpt er 30 cm. Gætið þess að breiða yfir holurnar til að þær fyllist ekki af vatni.

Umbúðir/geymsla2,5 kg askja, 5 og 10 kg fötur.

ÖryggisreglurGlerflöskur og ílát úr stáli má aldrei fylla með Hey’di Jötuntaki. Standið ekki nálægt holunum fyrstu klukkustundirnar eftir að þær hafa verið fylltar af Hey’di Jötuntaki. Hitamyndun getur valdið því að efnið þeytist út úr holunum. Leifum af Hey’di Jötuntaki má ekki fleygja sem úrgangi heldur ber að leysa þær upp með miklu magni af köldu vatni. Notið aldrei heitt vatn og breiðið yfir þar sem sól getur skinið beint á efnið.Girða þarf vinnusvæðið af þar sem ssprengiverk-unin getur leitt til þess að steypubrot og steinar falli niður og slasi fólk. Eftir að holurnar hafa verið boraðar skal láta þær kólna áður en efninu er hellt í þær. Varist snertingu við húð, notið öryggis-gleraugu, gúmhanska og hjálm. Ef efnið kemst í snertingu við húð skal skola vandlega með vatni. Ef efnið berst í augu skal skola með vatni og leita læknis. Þetta gildir einnig þótt efnið sé fullharðnað. Hafi Hey’di Jötuntak borist í kok eða maga skal drekka mikið af vatni og leita læknis. Geymist þar sem börn ná ekki til. Sjá varúðarmerkingar.

Tilhögun borunarÞenslukraftur Hey’di Jötuntaks verkar hornrétt á lengdarstefnu holunnar. Því er mikilvægt að bora holurnar þannig að þenslukrafturinn nýtist sem best gagnvart opnum fleti. Athugið að erfitt getur verið að áætla þensluþol bergs og steina og að það er afar breytilegt. Notið því ekki mjórri bor en 25 mm, heppilegasta þvermálið er 40 mm. Ef mikið er um sprungur í berginu geta þær að nokkru leyti jafnað út þensluna og dregið úr áhrifamætti Hey’di Jötuntaks.

ATHUGIÐ! Ef rétt er staðið að blöndun skilar Hey’di Jötuntak ævinlega þeirri sprengiverkun sem lýst er. Ef árangurinn sem að var stefnt næst ekki er ástæðan sú að ekki hefur verið farið eftir leiðbein-ingunum.

EFNI TIL SéRSTakRa NoTa

Page 38: Hey'di

Side 35. Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]

Page 39: Hey'di

Hey'di AS, www.heydi.no, [email protected]. Side 36

Page 40: Hey'di

Hey'di AS. Adresse: Postboks 13 Frogner, N-2017 FrognerTelefon: (+47) 63 86 88 00. Faks: (+47) 63 86 88 01 E-post: [email protected]. www.heydi.no

Trykk: Flisa Trykkeri AS. 1000 - 04.12